fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli

Fókus
Fimmtudaginn 2. maí 2024 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinir, vinkonur og vinnufélagar þekkja það eflaust ágætlega að vera í hópspjalli nokkur saman á samfélagsmiðlum þar sem ýmislegt er látið flakka, hvort sem er á Snapchat, Messenger eða WhatsApp.

En það borgar sig að fara varlega eins og kona ein komst að raun um en hún skrifaði pistil á vef Daily Mail um reynslu sína og nokkurra vinkvenna.

„Sú eina í hópnum sem er enn einstæð var að hitta nýja mann og hún spurði okkur hvað okkur fyndist,“ segir konan. „Hann virkar frábær, flott hjá þér!,“ sögðum við allar í kór.“

Stór mistök

Konan segir að vinkonurnar, allar nema þessi sem var nýbyrjuð að deita, hafi í flýti stofnað nýjan spjallhóp á WhatsApp þar sem þær létu sína réttu skoðun í ljós og gagnrýndu val vinkonu sinnar á bak við hana. Þar hafi þær talað um að hann væri „allt of ungur“ fyrir hana og það væri eitthvað „vafasamt“ við hann.

Mistök vinkvennanna voru þau að fleiri en ein létu skoðun sína í ljós í röngum spjallhópi, upprunalega spjallhópnum, sem varð til þess að vinkonan sá skilaboðin.

„Upprunalegi hópurinn samanstendur af 11 vinkonum sem hafa verið vinkonur síðan í barnaskóla, 30 ár. Þrátt fyrir vinskap okkar hefur svona drama gerst áður, til dæmis þegar fimm úr hópnum stofnuðu hóp þar sem ferð á tónleika Beyoncé var skipulögð. Ég er mikill aðdáandi en var ekki boðið að vera með,“ segir konan.

„Óhjákvæmilega skrifaði ein úr hópnum í aðalgrúppuna að hún gæti ekki beðið eftir Beyoncé-tónleikunum og þá varð fjandinn laus.“

Sakbitin sæla en…

Konan segir að á stórum vinnustöðum sé að lágmarki ein svona grúppa þar sem hópur starfsfólks rottar sig saman og stundar jafnvel baktal. Konan segir að allar vinkonurnar hafi endað á að fara á tónleikana saman en tilfinningin sem hún upplifði hafi verið slæm, minnt á barnaskólaárin þegar einhver skildi hana eftir út undan.

„Og það er vandamálið. Á meðan svona spjallhópar eru sakbitin sæla fyrir mörg okkar bjóða þeir upp á baktal eða einelti.“

Hún minnist eins atviks þegar yfirmaður hennar í tískufyrirtæki sem hún starfaði fyrir taldi sig vera að skrifa skilaboð í lítinn hóp starfsfólks. Sjálf hafði hún þurft að skjótast úr vinnu til að sinna veikum föður sínum á sjúkrahúsi. „Ég vona að pabbi hennar sé raunverulega veikur og hún sé ekki að lauma sér í atvinnuviðtal einhvers staðar annars staðar. Það væri skelfilegt,“ skrifaði yfirmaðurinn í skilaboðum sínum og birti í spjallhópi allra starfsmanna.

„Ég var miður mín þegar ég sá skilaboðin og velti fyrir mér hvað annað hefði verið sagt um mig,“ segir konan. Yfirmaður hennar hafi ekki beðið hana afsökunar og ekki sýnt neina eftirsjá. Það gefi til kynna að hún hafi raunverulega verið að meina það sem hún sagði.

Konan segist hafa sagt upp störfum hjá fyrirtækinu fljótlega eftir þetta og hafið störf í öðru fyrirtæki nýlega. „Nokkrum vikum eftir að ég byrjaði í nýja starfinu fékk ég skilaboð í WhatsApp um að koma í spjallhóp nokkurra kvenna í minni deild í fyrirtækinu. Ég er að hugsa um að láta það boð sem vind um eyru þjóta,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 16 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?