fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 2. maí 2024 10:00

Manowar eru þekktastir fyrir sína ótrúlegu sviðsframkomu. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska hljómsveitin Manowar kemur til Íslands og heldur tónleika í Hörpu. Tónleikarnir fara fram í salnum Silfurbergi þann 1. febrúar árið 2025. Þetta eru fyrstu tónleikar Manowar á Íslandi.

„Á túrnum mun þessi goðsagnakennda þungarokkshljómsveit sinna plötunum „Sign of the Hammer“ og „Hail to England“ sérstaklega ásamt því að flytja uppáhaldsslagara aðdáenda og það í glænýrri sviðsuppsetningu,“ segir í tilkynningu tónleikahaldara. „Ísland er þekkt fyrir stórbrotið landslag og líflega tónlistarsenu og markar enn ein tímamótin fyrir hljómsveitina jafnt sem aðdáendur.“

Manowar koma til Íslands á næsta ári. Mynd/aðsend

Joey De Maio, bassaleikari og stofnmeðlimur MANOWAR, sagði eftirfarandi: „Að hitta aftur stríðsmenn okkar, okkar „Manowarriors“ í Noregi og Svíþjóð er eins og að fara á ættarmót, en að spila í nýju landi í fyrsta sinn mun búa til nýjar minningar sem eiga eftir að lifa með okkur að eilífu. Við finnum enn kraftinn frá Bólivíu, Kólumbíu, Ekvador og Perú frá því í fyrra og ferð okkar til Svalbarða rétt handan norðurpólsins fyrir fimm árum. Við erum klárir í að rita nöfn okkar í sögubækurnar með bræðrum og systrum okkar á Íslandi og gera þeim kleift að upplifa tónleika sem þau hafa beðið eftir í ansi langan tíma og munu seint gleyma!“

Miðasala hefst föstudaginn 3. Maí klukkan 10:00 á harpa.is og tix.is.

Ávallt í leðri

Hljómsveitin Manowar var stofnuð árið 1980 af DeMaio og gítarleikaranum Ross the Boss. Skömmu seinna gekk söngvarinn Eric Adams til liðs við þá en hann og DeMaio eru enn þá í bandinu. Hljómsveitin hefur síðan gefið út 11 stúdíóplötur, 3 tónleikaplötur auk safnplatna og myndbanda.

Manowar árið 1982. Mynd/Getty

Á meðal þeirra þekktustu laga má nefna Blood of My Enemies, Black Wind Fire and Steel, Kings of Metal og Warriors of the World.

Ávallt klæddir í leður eru meðlimir Manowar þekktir fyrir texta sína um vind, stál og hetjulega bardaga, öflug rokklög og kraftballöður og síðast en ekki síst ótrúlega sviðsframkomu. Aðdáendur þeirra eru einhverjir þeir dyggustu í veröldinni og hafa tileinkað sér sérstaka Manowar-handahreyfingu. Þrátt fyrir að vera amerískt band eru vinsældir þeirra mestar í Evrópu og Suður Ameríku.

Í heimsmetabók Guinness

Manowar hafa komist í sögubækurnar fyrir ýmis uppátæki. Meðal annars fyrir að hafa skrifað undir plötusamning í eigin blóði.

Manowar aðdáendur eru einhverjir þeir dyggustu í heimi. Mynd/aðsend

Einnig komust þeir í heimsmetabók Guinness fyrir háværustu tónleika sögunnar árið 1984. Þeir hafa bætt eigið heimsmet nokkrum sinnum síðan þá. Það má því búast við mögnuðum viðburði í Silfurbergi í febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“