Hún varð fjögurra ára í síðustu viku. Þau eiga einnig Mörlu sem verður tveggja ára í júní.
Fjölskyldan er búsett í Grikklandi en Hörður spilar með knattspyrnuliðinu Panathinaikos þar í landi.
View this post on Instagram
Foreldrarnir héldu stórkostlega veislu fyrir Matteu. Þemað var bleikt og allt skreytt með baldursbrám.
Afmælið minnti á glæsilegu veislurnar sem Kardashian-Jenner systurnar halda fyrir sín börn.
Það var stór hvítur hoppukastali hjá Móeiði og Herði, rennibraut og boltaland, ótrúlega flottar skreytingar og veitingar, skemmtikraftur fyrir krakkana, bar fyrir fullorðna fólkið og svo var nóg af blómasólgleraugum fyrir gesti að fá.
Það er greinilegt að fjölskyldan kann að halda skemmtilegar veislur.
Sjáðu myndir frá veislunni hér að neðan. Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færslurnar.
View this post on Instagram