Í síðustu viku sást hún í fríi með veitingamanninum Vittorio Assaf, 65 ára. Þau voru að kyssast og taka myndir á ströndinni í St. Barts á þriðjudaginn. Samband þeirra hefur vakið mikla athygli vegna 44 ára aldursmunar þeirra.
Aoki Lee Simmons, 21, daughter of Russell Simons , was spotted kissing restaurateur Vittorio Assaf, 65, during a romantic vacation to St. Barts on Tuesday.
He was 44 years old when she was born. pic.twitter.com/1Cl1R6GtWG
— The Instigator (@Am_Blujay) April 6, 2024
Margir benda á að það sé einnig aldursmunur á foreldrum hennar, en Russell var 35 ára þegar hann byrjaði með Kimoru Lee, sem var þá aðeins 17 ára.
Tónlistarmógullinn var ákærður fyrr á árinu fyrir að nauðga konu sem starfaði hjá fyrirtæki hans, Def Jam, í byrjun tíunda áratugarins. Þrjár aðrar konur hafa sakað hann um nauðgun sem áttu sér stað á árunum 1983 og 1996. Fimm aðrar konur hafa sakað hann um kynferðislega áreitni, nýlegasta atvikið átti að hafa gerst árið 2016.
Myndirnar af Aoki og Vittorio vöktu talsverðan óhug meðal netverja og lýstu sumir yfir áhyggjum yfir ungu fyrirsætunni.
I hope Aoki Lee Simmons is okay. This feels… yeah. pic.twitter.com/LPNYxWse3D
— Sassington, M.C. (@MissSassbox) April 6, 2024
Hins vegar bentu aðrir á að Aoki sé fullorðin kona og fullfær um að taka eigin ákvarðanir.
Aoki Lee Simmons is a consenting adult. I wouldn’t say that she’s being groomed since I doubt that man was around her growing up and waiting for the opportunity. If this is her young mistake, then so be it. What I do want to know is, why her father cut her off financially? pic.twitter.com/6EVdekX9Qt
— SMILEY. (@AngieSmiley16) April 6, 2024
Page Six greinir frá því að stuttu ástarsambandi þeirra sé lokið.
„Þetta er hundrað prósent búið. Þau eru alls ekki saman,“ sagði heimildarmaður náinn fyrirsætunni við miðilinn.