Hann er uppáhald fræga fólksins en meðal viðskiptavina hans í gegnum árin eru rappararnir Herra Hnetusmjör og Birnir, athafnamaðurinn Nökkvi Fjalar Orrason og áhrifavaldarnir Arnar Gauti, eða Lil Curly eins og hann er þekktur, og Birgitta Líf Björnsdóttir.
Sjá einnig: Hjálpaði Herra Hnetusmjör að missa 30 kíló og kveðst ábyrgur fyrir umdeildri ákvörðun Nökkva
Gummi Emil er nýjasti gestur í hlaðvarpinu Götustrákar á streymisveitunni Brotkast.
Hann er meðvitaður um að hann sé ekki fyrir alla og að sumum þykir hann stundum einkennilegur, en hann kippir sér ekki upp við það. Þó svo að sumir telji hann vera í geðrofi en Götustrákar spyrja hann út í það.
„Ég er að fá fokking mikið af góðum skilaboðum. Bara að segja, takk fyrir það sem þú ert að gera. Það hafa aldrei verið jafn margir í ræktinni síðan ég byrjaði að pósta [á samfélagsmiðlum] 2020-2021, það hefur allt sprungið á líkamsræktarstöðvum. Ég hef aldrei séð jafn marga í sjósundi, fullt af ungum gæjum, bara að þakka mér fyrir og síðan segja þeir oft: „Já, svo segja vinir mínir að Gummi er búinn að missa vitið.“ Það sem þeir fatta ekki er að þeir sem eru venjulegastir, þeir eru klikkaðastir. Þeir sem eru ekki að gera neitt og eru fastir í kerfinu,“ segir Gummi.
Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.
View this post on Instagram
„Ég myndi segja að ég hef frelsast, ég hef frelsi til að vera sá sem ég er og vera skítsama hvað einhverjir aðrir eru að segja. Því ég veit innst inni að ég er að gera það sem ég á að vera að gera, ég elska sjálfan mig og líður stórkostlega. Ég veit ég get gert allt. Ég hef ekki rúnkað mér í fimm vikur,“ segir Gummi.
„Það er það sturlaðasta af þessu öllu,“ segir þá Bjarki, annar þáttastjórnandi Götustráka.
„Ég gerði það fyrst 2019-2020, þá hætti maður alveg. Þetta var alls ekki vandamál. Ég rúnka mér alveg, en fæ það ekki. Ég er basically að reyna að fá það í gegnum mænuna,“ segir Gummi Emil og reynir að útskýra fyrir Götustrákunum það sem hann las í einni bók um að „soga cummið upp í heila og fá aukið brainpower.“
View this post on Instagram
Umræðan berst þá aftur að því sem fólk segir um Gumma Emil, að hann hljóti að „vera í geðrofi“ vegna þess sem hann er að segja og ræða um opinberlega.
„Það er einhver orka núna að fólk getur náð árangri og velgengni núna. Það er einhver tími í samfélaginu þar sem þú getur náð langt eða þú verður eftir á. Þeir sem eru að gera góða hluti, það fer stigvaxandi, og þeir sem eru að deyfa sig og óheilbrigðu líferni og djamma hverja einustu helgi, þeir verða bara eftir á, því miður. Þetta er tíminn núna til að verða sá sem maður á að vera.“
Gummi Emil ræðir nánar um vegferðina sem hann er á í þættinum, sem má nálgast hér. Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan.