fbpx
Laugardagur 14.september 2024
Fókus

Einkaþjálfari stjarnanna: Hjálpaði Herra Hnetusmjör að missa 30 kíló og kveðst ábyrgur fyrir umdeildri ákvörðun Nökkva

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 4. september 2023 16:59

Samsett mynd/Nökkvi Fjalar, Gummi Emil og Herra Hnetusmjör.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Emil Jóhannsson skaust fram á sjónarsviðið fyrir nokkrum árum og er í dag einn vinsælasti einkaþjálfari landsins.

Hann er uppáhald fræga fólksins en meðal viðskiptavina hans eru rappararnir Herra Hnetusmjör og Birnir, athafnamaðurinn Nökkvi Fjalar Orrason og áhrifavaldarnir Arnar Gauti, eða Lil Curly eins og hann er þekktur, og Birgitta Líf Björnsdóttir.

Guðmundur Emil, eða Gummi Emil eins og hann er kallaður, nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum, með yfir tólf þúsund fylgjendur á Instagram og tæplega átján þúsund á TikTok.

Kveðst ábyrgur

Einkaþjálfarinn fór stuttlega yfir ferilinn á Instagram í dag og greindi frá því að það hafi verið hann sem hafi sannfært Nökkva Fjalar um að fara ekki í Covid bólusetningu á sínum tíma.

Skjáskot/Instagram

„2021. Ég sannfærði [Nökkva] um að hann þyrfti ekki að fara í bólusetningu, því hann væri með nógu sterkt ónæmiskerfi,“ skrifar Gummi Emil með myndbandi af Nökkva Fjalari taka bekkpressu.

„Power of  the mind. Þjálfaði hann í marga mánuði og hann mig til baka.“

Sjá einnig: Telur föstur, dagbókarskrif, og göngutúra vera góða vörn gegn veirunni

Ákvörðun Nökkva um að fara ekki í bólusetningu árið 2021 var mjög umdeild og er óhætt að segja að þetta hafi verið mikið hitamál á sínum tíma. Nökkvi útskýrði afstöðu sína nánar og var í kjölfarið harðlega gagnrýndur.

Sjá einnig: Nökkvi Fjalar hafður að háði og spotti: Kallaður öllum illum nöfnum

Kenndi Herra Hnetusmjör að hann getur allt

Gummi Emil hefur einnig þjálfað vinsæla rapparann Herra Hnetusmjör og segir að síðan tónlistarmaðurinn hóf þjálfun hjá honum hefur hann misst 30 kíló.

Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn Arnar Gauti Arnarson, eða Lil Curly, hefur einnig bætt formið með aðstoð stjörnuþjálfarans.

Skjáskot/Instagram

Sneri við blaðinu

Gummi Emil var gestur í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar fyrr á árinu og opnaði sig um erfiða tíma.

„Ég segi stundum að guð hafi sent mig á spítala. Ég var kominn í vítahring og var í of mikilli streitu, svaf of lítið og fór ekki nógu vel með mig. Ég hugsaði ekki neitt um heilsuna og endaði á að veikjast illa þrem dögum eftir mikið djamm. Ég veit ekki hvort ég tók óvart eitthvað inn á þessu djammi, en þremur dögum síðar var ég kominn inn á spítala með blóðsýkingu sem fór úr hálsinum í blóðið og fékk svo slæma lungnabólgu líka. Ég var á spítalanum í þrjár vikur og þar þurfti ég að endurskoða mjög margt í lífi mínu. Ég man að fyrsta vikan var ein sú erfiðasta sem ég hef lifað, af því að ég neyddist til að endurskoða hlutina af því að ég gat ekki flúið neitt. En ég breyttist inni á spítalanum og endurfæddist og fann að ég vildi breyta mér og finna dýpri tilgang.”

Sjá einnig: Gummi Emil sneri blaðinu við eftir að hafa endað á spítala eftir djamm – „Fyrsta vikan var ein sú erfiðasta sem ég hef lifað“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Faðir Helga Ómars hjálpaði honum að koma út úr skápnum – „Mér fannst hann allt í einu verða frjáls“

Faðir Helga Ómars hjálpaði honum að koma út úr skápnum – „Mér fannst hann allt í einu verða frjáls“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Krabbameinsmeðferð Katrínar lokið – „Lífið eins og þú þekkir það getur breyst á augabragði“

Krabbameinsmeðferð Katrínar lokið – „Lífið eins og þú þekkir það getur breyst á augabragði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjarnan nær óþekkjanleg á rauða dreglinum – Svona missti hann 25 kg

Stjarnan nær óþekkjanleg á rauða dreglinum – Svona missti hann 25 kg