Bríet hefur verið á ferðalagi undanfarnar vikur, hún fór til Balí í febrúar og virtist njóta sín í botn. Fyrr í mars fór hún síðan aftur á ferð og var stefnan sett á Japan.
Söngkonan hefur verið iðin að birta myndir og myndbönd frá ferðalaginu á samfélagsmiðlum og kom það örugglega mörgum fylgjendum hennar á óvart að sjá allt í einu stórstjörnuna Ditu Von Teese, japanska gítarleikarann og leikarann Miyavi Lee Ishihara og breska sjónvarps- og útvarpsmanninn Nick Grimshaw.
Þau borðuðu saman á The Tokyo Edition Ginze hótelinu.
Dita Von Teese birti einnig myndir af Bríet í Story á Instagram, en fyrirsætan er með yfir 2,7 milljónir fylgjenda á miðlinum.