fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
Fókus

Andri Freyr mætti með glóðarauga í jarðarför eftir slagsmál í miðbænum

Fókus
Föstudaginn 23. febrúar 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn litríki fjölmiðlamaður Andri Freyr Viðarsson rifjaði upp skemmtilega sögu í morgun í þættinum Hjartagosar á Rás 2 sem hann stýrir ásamt Þórði Helga Þórðarsyni.

Umræðurnar byrjuðu eftir að lagið No One Knows með Queens of the Stone Age hafði hljómað í þættinum.

Nefndi Andri Freyr að Þórður Helgi hefði sennilega spilað fá lög jafn oft þegar hann starfaði sem plötusnúður á skemmtistaðnum 22 fyrir margt löngu.

„Þetta var spilað tvisvar, þrisvar á hverju einasta kvöldi,“ sagði Þórður og skaut Andri Freyr inn í að þeir hafi sennilega verið plötusnúðar á staðnum á svipuðum tíma.

„Ég tók við af Óla Palla og þú hefur kannski tekið við af mér,“ sagði Þórður sem sagði að sennilega væru liðin 15 til 20 ár síðan hann þeytti skífum á 22.

Andri Freyr sagðist vita nákvæmlega hvenær hann var plötusnúður.

„Ég get sirkað þetta út svona. Ég var rotaður þarna einu sinni þegar ég var að spila. Það var algjörlega óvart, ekki mér að kenna,“ sagði Andri sem sagðist hafa verið að stoppa slagsmál úti á gólfi þegar hann var kýldur.

„Það var tekið eitt högg á mig og ég steinlá. Ég var dreginn þarna á bak við græjurnar, stóð upp, náði skiptingunni og vissi ekkert hvar ég var en áttaði mig hægt og rólega á hvað hafði gerst,“ sagði Andri sem bætti svo við:

„Þetta var örfáum dögum áður en ég var kistuberi í jarðarför og var sem sagt með glóðarauga þar. Þess vegna man ég hvaða ár þetta var, þetta var 2004.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nokkrum mánuðum áður en Ísak var við dauðans dyr lifði hann venjulegu fjölskyldulífi – „Ég var orðinn blár í framan“

Nokkrum mánuðum áður en Ísak var við dauðans dyr lifði hann venjulegu fjölskyldulífi – „Ég var orðinn blár í framan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kallar hertogaynjuna hræsnara sem sé að kafna úr græðgi – „Vandi Meghan er hvað hún virðist eltast ofstækisfullt við peninga“

Kallar hertogaynjuna hræsnara sem sé að kafna úr græðgi – „Vandi Meghan er hvað hún virðist eltast ofstækisfullt við peninga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðalangur pantaði herbergi með sjávarútsýni en bjóst aldrei við þessu – „Ég er illa svikin krakkar“

Ferðalangur pantaði herbergi með sjávarútsýni en bjóst aldrei við þessu – „Ég er illa svikin krakkar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar í stóra vísnamálinu – Kristjáni voru boðnar peningagreiðslur fyrir að halda áfram að yrkja um Höllu Hrund

Nýjar vendingar í stóra vísnamálinu – Kristjáni voru boðnar peningagreiðslur fyrir að halda áfram að yrkja um Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur með mikilvæga áminningu – Ekki segja alltaf já

Ragnhildur með mikilvæga áminningu – Ekki segja alltaf já
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brynjar berst við vambarpúkann – „Það verður einhver annar að taka ábyrgðina“

Brynjar berst við vambarpúkann – „Það verður einhver annar að taka ábyrgðina“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margir uggandi yfir gömlu viðtali við Diddy eftir að hann sást ganga í skrokk á fyrrverandi kærustu

Margir uggandi yfir gömlu viðtali við Diddy eftir að hann sást ganga í skrokk á fyrrverandi kærustu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland 2024

Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland 2024