fbpx
Mánudagur 16.september 2024
Fókus

Þetta eru klárustu hundar í heimi

Fókus
Mánudaginn 4. september 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir vita að hundar eru misklárir. Sumir geta verið ægilega vitlausir og þurfa ekkert að vera verri fyrir það.

Nú hafa sálfræðingar lagst í greiningu á gáfnafari helstu hundategunda og niðurstaðan liggur fyrir. Þetta eru tíu klárustu hundakynin í heiminum:

Í 10. sæti er ástralskur smalahundur (e. Australian Cattle Dog – líka kallaður Blue Heeler). Þetta kyn er langt frá því að vera meðal þeirra vinsælustu en ef fólk er að leita að orkumiklum hundi sem fer létt með að smala nautgripum ásamt því að vera ljúfur og forvitinn er ástralski smalahundurinn ekki versti kosturinn. Muna bara að þeir þurfa mikla hreyfingu og geta verið kuldalegir við ókunnuga.

í níunda sæti er Rottweiler. Hann þykir vera úrvals varðhundur og er mikið notaður til lögreglustarfa. Rottweiler myndar mikil og góð tengsl við fjölskyldu sína og gætir hennar vel. Með fjölskyldunni getur hann verið kelinn og ljúfur en er á varðbergi gagnvart ókunnugum. Hann þarf mikla og reglulega hreyfingu, auk þess sem gott er að láta hann leysa þrautir. Það heldur honum hraustum og ánægðum.

Papillon er í áttunda sæti, Nafn þessa glæsilega smáhunds er dregið af eyrunum sem minna á fiðrildi (Papillon þýðir fiðrildi á frönsku). Papillon þykir mjög hlýðinn og árvakur og stendur sig gjarnan mjög vel í hlýðnikeppnum. Þetta eru vinalegir hundar sem lyndir vel við fólk og dýr og vegna smæðar eru þeir upplagðir fyrir þá sem búa í fáum fermetrum.

Í sjöunda sæti kemur Labrador Retriver og ekki kemur á óvart þótt Labradorinn sé ofarlega á lista yfir klárustu hundategundir í heimi. Labradorinn er vinsælasta hundakynið í Bandaríkjunum en meðal eiginleika hans er að hann reynir ólmur að gera fólki til geðs, er vingjarnlegur og barngóður, einstaklega heppilegt gæludýr fyrir fjölskylduna. Lyktarskyni hans er viðbrugðið og er Labradorinn gjarnan notaður sem veiðihundur og eins í leitar- og björgunarverkefni.

Hjaltlandsfjárhundurinn (e. Shetland Sheepdog) er í sjötta sæti. Orkumikill og eldklár, ekki mjög hávaxinn. Einstaklega tryggur hundur með meðfædda hæfileika til að smala fé. Miklar barnagælur en gjarnan smeykir við ókunnuga. Eins og flestir fjárhundar þarfnast hann mikillar hreyfingar og þrífst vel á því að leysa þrautir.

Í fimmta sæti er Doberman Pinscher, oft grimmur varðhundur en jafnframt kelinn og vingjarnlegur og einstaklega tryggur fjölskyldu sinni. Doberman er mikið notaður til lögreglustarfa en einnig í hernaði. Þeim hentar vel að eiga ákveðinn eiganda sem sér þeim fyrir verkefnum og mikilli hreyfingu.

Golden Retriever er í fjórða sæti yfir klárustu hundategundirnar. Þetta eru einstaklega vingjarnlegir og þolinmóðir hundar. Þeir eru traustir, klárir og leggja sig fram um að gera fólki til hæfis og eru því tilvaldir fyrir barnafjölskyldur. Þeir eru oft notaðir í leitar- og björgunarstörf, auk þess sem þeir eru mjög góðir blindrahundar. Golden Retriever finnst ekkert skemmtilegra en að hlaupa og sækja hluti sem er kastað og finnst gaman að leika sér. Þeir eru góðir innan um fólk og önnur dýr og þurfa mikla hreyfingu.

Í þriðja sæti er þýski fjárhundurinn (e. German Shepherd) sem oft er notaður sem lögregluhundur og blindrahundur, auk þess að standa sig vel sem leitar- og björgunarhundur. Þeir eru líka mjög góðir varðhundar. Þeir verða alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni og þurfa mikla hreyfingu. Þá mynda þeir góð tengsl við fjölskylduna sína og eru frábærir með börnum þegar búið er að venja þá vel.

Púðluhundurinn (e. Poodle) er í öðru sæti. Þeir laga sig vel að breytilegum aðstæðum og eru fljótir að læra. Púðluhundar koma í þremur stærðum; Standard, Miniature og Toy, en allar stærðirnar eru með svipaðar gáfur og ólmar í að gera eigendum sínum til geðs. Þá lyndir þeim vel við börn og önnur gæludýr.

Klárasti hundur í heimi er svo Border Collie sem þykir einstaklega klár og orkumikill. Þessir hundar eru hamhleypur til verka og standa engum á sporði er kemur að því að smala fé. Þeirra markmið í lífinu er að gleðja eigendur sína og eiga ótrúlega auðvelt með að læra og leysa þrautir. Þeir þurfa hins vegar mikla andlega örvun og hreyfingu til að una glaðir við sitt. Border Collie er þekktur fyrir einstaka hlýðni og snerpu og þarf að vera hluti af tápmikilli fjölskyldu sem veitir hreyfiþörf hans góða útrás.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir sérkennilega kvöldrútínu vera ástæðuna fyrir því að hún sé einhleyp

Segir sérkennilega kvöldrútínu vera ástæðuna fyrir því að hún sé einhleyp
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er því kannski ekki skrítið að þessi hópur leitar sér oft aðstoðar lýtalækna til að „laga” útlit sitt“

„Það er því kannski ekki skrítið að þessi hópur leitar sér oft aðstoðar lýtalækna til að „laga” útlit sitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hélt að kærastinn vildi bara taka þátt í TikTok-trendi á Íslandi – „En hann hafði önnur plön“

Hélt að kærastinn vildi bara taka þátt í TikTok-trendi á Íslandi – „En hann hafði önnur plön“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað nýtt „töfralyf“ sem er sagt virka hraðar en Ozempic – Og það er helmingi ódýrara

Vísindamenn hafa uppgötvað nýtt „töfralyf“ sem er sagt virka hraðar en Ozempic – Og það er helmingi ódýrara