fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Fókus

Taylor Swift sögð komin með kærasta úr NFL-deildinni sem deitaði einu sinni 50 konur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 25. september 2023 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur verið nóg að gera hjá aðdáendum söngkonunnar Taylor Swift undanfarna viku en þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki um að hún sé að slá sér upp með NFL-leikmanninum Travis Kelce.

Parið virtist hafa staðfest fregnirnar um helgina þegar söngkonan mætti á leik Kelce og það sást til þeirra yfirgefa íþróttavöllinn saman.

Kelce spilar með Kansas City Chiefs í bandarísku NFL-deildinni.

Myndir/Getty

Swift hætti með leikaranum Joe Alwyn í vor eftir sex ára samband. Hún átti síðan í stuttu ástarsambandi við söngvarann Matt Healy í sumar.

Síðastliðna viku hafa samfélagsmiðlar iðað af kenningum og getgátum um meint samband Swift og Kelce. Það vakti því gífurlega athygli þegar poppstjarnan mætti á leik Kansas City Chiefs og sat í stúkunni með móður Kelce.

Mynd/Getty Images

En hver er Travis Kelce?

Travis Kelce er 33 ára og er álitinn vera einn besti innherji NFL-deildarinnar frá upphafi.

Bróðir hans, Jason Kelce, spilar fyrir Philadelphia Eagles. Þeir kepptu á móti hvor öðrum í Ofurskálinni í febrúar, þar sem lið Travis bar sigur úr býtum.

Númerið á treyju Travis, 87, er til heiðurs bróður hans, en Jason fæddist árið 1987.

Bræðurnir halda úti hlaðvarpinu New Heights with Jason and Travis Kelce.

Raunveruleikaþáttur

Travis Kelce var stjarnan í raunveruleikaþættinum Catching Kelce árið 2016. Um var að ræða stefnumótaþátt og deitaði hann 50 konur, frá öllum fylkjum Bandaríkjanna, í leit að ástinni.

Mayu Banberry tókst að fanga hjarta hans, allavega um tíma, en þau hættu saman nokkrum mánuðum seinna.

Hann viðurkenndi seinna að hann hafi bara komið fram í þættinum fyrir peningana.

NFL-stjarnan var í sambandi með íþróttasjónvarpskonunni Kaylu Nicole frá 2017 til 2022.

Mynd/Getty

Eru þau að deita?

Hvorki Taylor Swift né Travis Kelce hafa tjáð sig um hvort þau séu að deita eða ekki, en aðdáendur telja myndbandið hér að neðan segja allt sem segja þarf, en í því má sjá þau yfirgefa völlinn saman í gær.

Myndir og myndbönd af Swift frá leiknum hafa einnig vakið gífurlega athygli en hún sat með móður Kelce.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skilur núna af hverju hann hafi verið svona spenntur þegar hún greindi frá starfi sínu

Skilur núna af hverju hann hafi verið svona spenntur þegar hún greindi frá starfi sínu
Fókus
Í gær

Að deila forræði það erfiðasta við skilnað – „Af því að ég var ekki að eignast börn til þess að þurfa að deila þeim“

Að deila forræði það erfiðasta við skilnað – „Af því að ég var ekki að eignast börn til þess að þurfa að deila þeim“
FókusFréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa eigendur Manchester City óeðlileg áhrif á dómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar í krafti auðæfa sinna?

Hafa eigendur Manchester City óeðlileg áhrif á dómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar í krafti auðæfa sinna?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsta eiginkonan ekki par sátt með Bubba – „Vandræðalegt“

Fyrsta eiginkonan ekki par sátt með Bubba – „Vandræðalegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þau eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans

Þau eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gyllti piparsveinninn valdi, skellti sér á skeljarnar í beinni og ætlar að gifta sig án tafa – „Ég er 72 ára, tíminn tifar hratt“ 

Gyllti piparsveinninn valdi, skellti sér á skeljarnar í beinni og ætlar að gifta sig án tafa – „Ég er 72 ára, tíminn tifar hratt“