Nostalgía níunda áratugarins sló botninn í viðburðinn Vogue World í London í gærkvöldi. Viðburðurinn var byrjunarviðburður tískuvikunnar í London sem fer fram næstu daga, 15. – 19. september.
Það besta í breskri menningu og tísku var tekið fyrir í 40 mínútna dagskrá og steig fjöldi listamanna, leikara, söngvara og dansara á svið og meðal áhorfenda. Helstu nöfn menningar- og tískubransans voru viðstödd viðburðinn.
Annie Lennox söngkona hljómsveitarinnar Eurythmics sem átti miklum vinsældum að fagna á níunda áratugnum steig á svið ásamt kór meðan fyrirsætur gengu um salinn.
Fjórar ofurfyrirsætur 80´s eða níunda áratugarins stigu síðan á svið, þær Naomi Campbell, Cindy Crawford, Christy Turlington og Linda Evangelista, við dynjandi lófaklapp. Undir hljómaði lag Eurythmics, Must Be Talking To an Angel.
Forsíða Vogue í janúar árið 1990 tekin af Peter Lindbergh af fimm vinsælustu og launahæstu fyrirsætum níunda áratugarins varð heimsfræg. Sú fimmta, Tatjana Patitz í miðju, lést úr brjóstakrabbameini í janúar á þessu ári. Fimmmenningarnir eru álitnar sem upprunalegu ofurfyrirsæturnar.
Fimmmenningar komu fram í tónlistarmyndbandi George Michael fyrir lagið Freedom árið 1990.