fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fókus

Halldóra Kristín sérfræðingur í krabbameins – og blóðlækningum barna hlaut Míuverðlaunin

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. september 2023 09:34

Halldóra Kristín Þórarinsdóttir með Miu verðlaunin. Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Míuverðlaunin eru verðlaun til að heiðra þá sem koma að þjónustu langveikra barna á einn eða annan hátt. Einhver sem hefur hjálpað eða stutt við þig og þína fjölskyldu á erfiðum tíma. Það sem þeim finnst vera „bara vinnan sín“ getur skipt sköpum fyrir aðstandendur langveikra barna og börnin sjálf. Hægt er að tilnefna heilbrigðisstarfsmann í hvaða starfsstétt sem er, hvar á landinu sem er,“ segir í tilkynningu um Míuverðlaunin.

Feðginin Apríl Lea og Gauti Þeyr, Þórunn Eva, Ásta Björnsdóttir ráðgjafi hjá Sjónstöðinni, Ingólfur Einarsson barnalæknir hjá Greiningarstöðinni, Eva-Lena Loih sjúkraþjálfari á Hvammstanga,Áslaug Heiða Pálsdóttir barnalæknir í ungbarnavernd, Halldóra Kristín Þórarinsdóttir og Margrét Valdimarsdóttir barna og unglinga geðlæknir. Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir

Halldóra Kristín Þórarinsdóttir, sérfræðingur í krabbameins – og blóðlækningum barna á Barnaspítala Hringsins, hlaut Míuverðlaunin að þessu sinni.  

Erna Hrund Hermannsdóttir, vörumerkjastjóri, afhenti Míuverðlaunin. Kynnar voru tónlistamaðurinn Gauti Þeyr og Apríl Lea dóttir hans. Míuverðlaunin í ár voru hönnuð af listakonunni Valdísi Ólafsdóttur sem hannar undir vörumerkinu litlu hlutir lífsins. Fallega orðið “hugrekki” sem hefur verið einkennisorð Mia Magic og er tekið úr fyrstu bókinni, Mía fær lyfjabrunn, var ritað á gripinn ásamt því að stærð lyfjabrunnar var sett í gripinn.

Valdís og Halldora
Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Erna Hrund afhendir Halldóru verðlaunin
Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Gauti Þeyr og Halldóra fallast í faðma
Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Apríl Lea, Halldóra Kristín og Erna Hrund Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Feðginin Gauti Þeyr og Apríl Lea voru kynnar
Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir

Verðlaunin voru afhent í fjórða sinn í gær við hátíðlega athöfn á Spritz Venue, Reykjavík. Tíu heilbrigðisstarfsmenn sem vinna með langveikum börnum voru heiðraðir á viðburðinum. 

36 heilbrigðisstarfsmenn voru tilnefndir í ár.  Ísbjörninn Hringur fékk tilnefningu í ár. Valnefnd Míuverðlaunanna valdi svo topp 10 hópinn sem heiðraður var á fallegum viðburði sem haldinn var af Mia Magic, sem er góðgerðarfélagið sem stendur á bak við þessi fallegu og einstöku verðlaun. Andrúmsloftið var einstakt á viðburðinum, gleðin í andlitum viðstaddra var mögnuð. Dimm verslun er aðalstyrktaraðili verðlaunanna í ár.

Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknari og rithöfundur og yngri sonur hennar Hrannar
Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Rakel Pálsdóttir söngkona tók lagið
Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Gauti Þeyr var kynnir ásamt dóttur sinni
Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir

Ágrip um verðlaunahafann

Halldóra ólst upp á stóru heimili þar sem eldri ættingjar gáfu yngri kynslóðinni bæði tíma og góð ráð. Halldóra lærði fljótt hversu mikilvægt það er að hlúa að heilsunni en hún ákvað tíu ára gömul að verða læknir í framtíðinni og að hún myndi eignast tvíbura, bæði gekk eftir.

Halldóra útskrifaðist sem-dux scholea frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1988 og útskrifaðist úr læknisfræðideild HÍ 1994. Hún vann í eitt ár á ýmsum deildum Landspítalans áður en hún fékk almennt læknisleyfi hérlendis. Halldóra hélt síðan út til Bandaríkjanna árið 2000 þar sem hún útskrifaðist sem almennur barnalæknir þremur árum síðar. Á meðan hún var í náminu ákvað hún að læra krabbameinslækningar barna og útskrifaðist sem krabbameins- og blóðsjúkdómalæknir barna árið 2006. Hún kom þá heim og hóf störf á barnaspítala hringsins og starfar enn þar í dag. 

Á síðustu árum hefur hún einnig tekið þátt í setja á laggirnar Miðstöð síðbúinna afleiðinga krabbameina fyrir fólk sem læknaðist af krabbameini í æsku og sem fylgja þarf eftir með til dæmis forvörnum og fræðslu. Hún er í alþjóðasamtökum barnakrabbameinslækna og einnig í samtökum norræna barnakrabbameinslækna. 

Halldóra Kristín, Kjartan Valsson í bakgrunni. Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir

Míuverðlaunin eru hluti af félagi sem ber nafnið Mia Magic og er stofnað af Þórunni Evu G. Pálsdóttur eftir að hún gaf út bókina Mía fær lyfjabrunn. Fríða Björk Arnardóttir, framkvæmdastjóri Neistans, félags hjartveikra barna stofnaði verðlaunin með Þórunni Evu árið 2021.

Tíu manna hópurinn fékk gjafapoka sem styrktir voru af Húrra Reykjavík, Danól, Skjaldböku heildverslun og svo fengu allir Míunælu til að bera. „Míu nælan er orðin svo stór hluti að heilbrigðiskerfinu og er svo gaman að heyra sögurnar sem fólk hefur að segja um þær. Í stuttu máli, einstaklingar finna til öryggis þegar þeir sjá starfsmann með Míunælu og sama á við með Míu tengdan varning eins og hálsböndin og kortahaldarana. Fullorðin kona á leið í blóðprufu sá starfsmann, sem kom ekki að umönnum hennar, bera Míu hálsband og fylltist hlýju,“ segir Þórunn Eva.

Gjafapokarnir
Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Erik Valur Kjartansson sonur Þórunnar stofnanda Mia Magic
Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Luke Walker Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Bergrún Íris, Hrannar og Fríða Björk Arnardóttir. Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Ásta Björnsdóttir og Malena dóttir hennar. Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Lotta Lena litla skottan heillaði viðstadda. Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Ásta Björnsdóttir ráðgjafi hjá Sjónstöðinni, Ingólfur Einarsson barnalæknir hjá Greiningarstöðinni, Eva-Lena Loih sjúkraþjálfari á Hvammstanga,Áslaug Heiða Pálsdóttir barnalæknir í ungbarnavernd, Halldóra Kristín Þórarinsdóttir og Margrét Valdimarsdóttir barna og unglinga geðlæknir. Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Valdís Ólafsdóttir, Litlu hlutir lífsins Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Allir í topp 10 hópnum fengu fallegan vasa frá Dimm verslun. Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Gjafapokar, pokarnir komu frá Húrra Reykjavík. Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Michael Gambon látinn

Michael Gambon látinn