Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir og kærasti hennar, Þórður Daníel Þórðarson, voru framan á forsíðu búlgörsku útgáfu Telegraph í gær. Þar kemur fram að glamúrfyrirsætan hafi valið Íslending fram yfir Búlgara.
Miðillinn birti einnig frétt um parið á vefsíðu sinni.
„Ísdrottningin Ásdís Rán nældi sér í ungan kærasta,“ kemur fram í fréttinni, en Þórður er sex árum yngri en hún.
„Þetta er satt, ég á nýjan vin,“ sagði Ásdís Rán í samtali við blaðið.
Parið hefur verið saman í nokkra mánuði en opinberuðu ástina á samfélagsmiðlum fyrir nokkrum dögum.
Sjá einnig: Ásdís Rán komin með kærasta
„Hann er ekki afbrýðisamur. hvorki vegna erótísku myndanna minna né OnlyFans, þetta er vinnan mín og hann skilur það,“ sagði Ásdís Rán
Sjá einnig: Ásdís Rán kemur með glamúrinn á OnlyFans