fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Sjáðu Ingu Sæland fara á kostum – Myndband

Fókus
Mánudaginn 14. ágúst 2023 14:00

Inga Sæland syngur á tónleikum Fiskidagsins mikla. Skjáskot: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður en Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, lagði fyrir sig stjórnmálin spreytti hún sig um tíma á sönglistinni m.a. með þátttöku í sjónvarpsþáttunum X-Factor á Stöð 2.

Undanfarið hefur hún endunýjað kynnin við að syngja opinberlega. Fyrr í sumar söng hún eitt af þekktustu lögum söngkonunnar Tina Turner, Simply the Best, þegar hún var gestur í þætti á Rás 2.

Sjá einnig: „Það eina sem gæti gerst er að það fari allir að hlæja og hafi gaman af því að maður geri sig að algjöru fífli“

Um liðna helgi steig hún mun stærra skref og flutti lagið, ásamt m.a. Sigurði Flosasyni saxófónleikara, á tónleikum á Fiskideginum mikla á Dalvík. Var Inga þar í fríðum hópi ýmissa tónlistarmanna sem fluttu alls kyns tónlist.

RÚV greinir frá því að góður rómur hafi verið gerður að flutningi Ingu og hefur eftir Júlíusi Júlíussyni, framkvæmdastjóra Fiskidagsins:

„Já, hún tók Tinu Tuner og gjörsamlega rústaði því.“

Inga er sjálf ansi sátt við eigin frammistöðu og þakkar á Facebook síðu sinni fyrir ógleymanlegt ævintýri. Hún þakkar einnig Rúrik Gíslasyni, fyrrverandi landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir samveruna og frábær kynni. Rúrik söng einnig á tónleikunum en hann flutti lagið Þig dreymir kannski engil, eftir Björgvin Halldórsson.

Rúrik Gíslason og Inga Sæland: Mynd Facebook

Inga deilir á síðu sinni myndbandi af flutningnum sem Kristinn Magnússon birti upphaflega á sinni Facebook síðu. Færslu Ingu með myndbandinu má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli