fbpx
Mánudagur 25.september 2023
Fókus

Kynlífsjátning Kim Kardashian kom aðdáendum í opna skjöldu

Fókus
Föstudaginn 9. júní 2023 17:30

Kim Kardashian. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian kom aðdáendum sínum í opna skjöldu þegar hún viðurkenndi að hún væri feimin í svefnherberginu.

Hún sagði frá þessu í nýjasta þætti af The Kardashians á Hulu.

Karashian er eitt þekktasta kyntákn okkar tíma. Hún hefur margsinnis setið nakin fyrir, hún gaf út bók sem var bara með sjálfsmyndum og hún hefur einnig setið fyrir Playboy.

„Þetta er svo skrýtið. Ég get verið á g-strengnum í myndatöku með hundrað manns í kringum mig og það er ekkert mál. En ef ég er í svefnherberginu með einhverjum, þá er ég alveg: „Bíddu, ekki horfa á mig! Slökktu ljósin,““ sagði hún.

„Ég get verið alveg nakin í myndatöku með 50 manns en ef við erum bara tvö, náin í svefnherberginu, þá er ég feimin og óörugg.“

Hún segir að opinber persóna hennar er allt öðruvísi en hún er í alvörunni.

„Fólk heldur að ég sé villt og kynferðisleg en í raunveruleikanum finnst mér mjög óþægilegt að tala um kynlíf og er frekar íhaldssöm þegar kemur að því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vissi að eltihrellirinn myndi drepa hana og hann kæmist up með það

Vissi að eltihrellirinn myndi drepa hana og hann kæmist up með það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dramatíski áhrifavalda-ástarþríhyrningurinn – Fyrirsætan afhjúpar hvernig hún greip hann glóðvolgan

Dramatíski áhrifavalda-ástarþríhyrningurinn – Fyrirsætan afhjúpar hvernig hún greip hann glóðvolgan