fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fókus

Þurfti að velja á milli þess að verða ástkona hans eða missa vinnuna – „Mér leið eins og ég hafi verið lamin með kylfu í hausinn“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 2. júní 2023 19:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og glamúrfyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir flutti til Búlgaríu árið 2008 og skaust fljótt upp á stjörnuhiminninn. Hún var þekkt þar í landi sem IceQueen, eða Ísdrottningin eins og við köllum hana, og kom meðal annars fram í raunveruleikaþáttum, sat fyrir á forsíðum vinsælla tímarita og var dálkahöfundur hjá OK! Magazine í Búlgaríu.

Ásdís Rán var gestur í lífsstílsþættinum Fókus og sagði frá því þegar forstjóri stærstu fjölmiðlasamsteypu Búlgaríu gaf henni tvo valkosti: Verða ástkona hans eða stofna ferlinum í hættu.

video
play-sharp-fill

„Ég var að vinna fyrir Attica Media, sem er svona stærsta fjölmiðlaútgáfan í Búlgaríu. Forstjórinn þar var mjög hrifinn af mér og ég var búin að vera að vinna þar stanslaust. Ég var með opna dálka fyrir OK! Magazine og var búin að vera á forsíðunni á öllum blöðunum þeirra og var að vinna mikið með fjölmiðlum, eins og ég geri hér,“ segir hún.

„Hann bauð mér út að borða, það er kannski eðlilegra þar heldur en hér að fólk úr bransanum hittist í drykk.“

Sjá einnig: Ásdís Rán kemur með glamúrinn á OnlyFans

Ásdís Rán vissi að hann hafi verið skotinn í sér en bjóst aldrei við að hann myndi ganga svona langt.

„Svo kom hann blátt út á mig, hann gaf mér úrslitakosti. Ég fann alveg að hann hafi verið að gefa mér undir fótinn og ég vissi það alveg. En mér datt ekki í hug um að hann myndi ganga svona langt. Þá gaf hann mér þessa kosti, annað hvort yrði ég ástkona hans eða ég myndi ekki vinna fyrir fyrirtækið aftur.“

Mynd/Facebook Icequeen.Official

Aðspurð hvernig henni hafi liðið á því augnabliki segir hún:

„Mér leið eins og ég hafi verið lamin með kylfu í hausinn. Bara ókei, Ásdís. Þetta er ekki eitthvað sem þú getur tekið áhættu með, að missa alla vinnuna þína,“ segir hún.

„En ég er með svo sterka siðferðiskennd og hef lifað mikið á því, kannski allt of sterka stundum. Ég stóð upp og labbaði út […] og þar batt ég enda á alveg slatta af tækifærum sem ég hefði getað fengið næstu árin.“

Sem betur fer var Ásdís Rán þegar orðin stórt og þekkt nafn í Búlgaríu og hún fékk tækifæri úr öðrum áttum.

„Það voru fleiri til en þeir en þeir voru samt stærstir. Ekki bara en það, hann gerði alveg fleiri hluti, hann ýtti mér svolítið út. Ég var sem betur fer það vinsæl að þetta eyðilagði ekki ferilinn minn en þetta klárlega minnkaði hann, töluvert,“ segir hún.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér.

Fylgstu með Ásdísi Rán á InstagramFacebook og hlaðvarpsþætti hennar, Krassandi konur, á YouTube.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Michael Gambon látinn

Michael Gambon látinn
Hide picture