fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Harðjaxlinn táraðist og salurinn missti sig – Heiðruðu minningu Nightbirde á einstakan hátt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 1. júní 2023 09:15

Skjáskot/YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áheyrnarprufur standa nú yfir fyrir átjándu þáttaröð af America‘s Got Talent. Fyrsti þáttur fór í loftið í gær og byrjar þáttaröðin af krafti en það var það enginn annar en harðjaxlinn Simon Cowell sem felldi tár. Hann gerir það örsjaldan en margir muna eftir því þegar hann gerði það síðast; þegar söngkonan Jane Marczewski, eða Nightbirde eins og hún kallaði sig, steig á svið sumarið 2021.

Atriðið í gær var til að heiðra minningu hennar. Jane lést í febrúar 2022 eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hún tók þátt í America‘s Got Talent í júní 2021 og söng lagið „Okey“, sem fjallaði um síðasta árið í lífi hennar.

Lagið hreif áhorfendur og sérstaklega Cowell sem ýtti á gullhnappinn og hleypti Jane beint í úrslit. Hins vegar þurfti hún að draga sig úr keppni vegna hrakandi heilsu og lést þann 19. febrúar 2022.

Tárvotar kinnar

Unglingakórinn Soweto‘s Mzansi söng lagið til að heiðra minningu Nightbirde. Þetta var sama lag og hún söng í áheyrnarprufunum og það er óhætt að segja að flutningur þeirra hafi haft mikil áhrif á áhorfendur og dómara.

„Þetta er fyrir ykkur, þetta er fyrir áhorfendurna og þetta er fyrir Jane,“ sagði Simon.

Horfðu á atriðið hér að neðan og sjáðu yndislega augnablikið þegar allir dómararnir ýttu samtímis á gullhnappinn. Þetta er í fyrsta sinn í sögu America’s Got Talent sem áhorfendur fá vald yfir gullhnappinum en það sama gerðist í síðustu viku í sextándu þáttaröð af Britain’s Got Talent.

Sjá einnig: Blað brotið í 16 ára sögu Britain’s Got Talent

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu