fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fókus

María var misnotuð á fósturheimili en málið þaggað niður af barnavernd – „Var sagt að gamalt fólk gerði oft skrítna hluti“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 7. maí 2023 20:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman á stóra sögu og kýs að vera nafnlaus til þess að vernda börnin sín.

Við skulum kalla hana Maríu.

Fæddist inn í óheilbrigt líf

María fæddist inn í óheilbrigt líf tveggja alkahólista sem voru með öllu ófær um að veita barni það sem til þurfti.

„Mamma er fíkill af guðs náð og missti mig frá sér þegar ég var svona eins og hálfs árs.“

María var á vistheimili fyrir börn og bjó líka hjá pabba sínum, sem þótti heldur óeðlilegt í þá daga.

Sumarið fyrir fyrsta bekk var hún send í sveit að vinna ásamt tveimur öðrum börnum úr Reykjavík, á vegum barnaverndar.

María segir:  „Ég man vel eftir því þegar pabbi kom einn daginn og sótti mig með valdi, bóndinn ætlaði ekki að sleppa mér. Ég fékk ekki einu sinni að taka dótið mitt með mér heim,“ segir hún og bætir við að hún hafi aldrei fengið að vita hvers vegna þetta hafi verið svona en þegar feðginin komu í bæinn kom í ljós að hann átti ekki heimili heldur gisti á sófum hjá vinum.

Brotin loforð

Á einum tímapunkti steig frænka Maríu inn og ætlaði að verða fósturmóðir hennar en bakkaði út úr því. Það má segja að öll hennar uppvaxtarár hafi einkennst af brotnum loforðum.

„Ég fékk þær fréttir frá barnavernd að það væri fjölskylda sem vildi taka mig en ætli það hafi ekki bara verið of seint. Ég var komin í einhverja uppreisn, í fyrsta skipti. Á þessu fósturheimili var eldri maður sem misnotaði mig kynferðislega og það var þaggað niður af barnavernd,“ segir hún og bætir við að skilaboðin sem hún fékk þegar hún sagði frá hefðu verið að „gamalt fólk gerði oft skrítna hluti.“

Rændum lyfjaskápa

Í kjölfarið fór líf Maríu á hliðina, ef svo má segja, uppreisnin varð meiri hún leitaði í neyslu, stakk af að heiman og sökum sögu hennar komst hún upp með það og engar afleiðingar voru.

María segir: „Ég strauk oft og svaf stundum úti kannski í þrjár nætur og enginn leitaði að mér. Ég var farin að hanga mikið með eldra fólki og var lang minnst svo það var hægt að nota mig til að fara inn um glugga því við stunduðum innbrot og rændum helst þá lyfjaskápa. Þarna fékk ég svo hrós og viðurkenningu sem ég þráði.“

Húsmóðir í Grafarvogi

María kynntist fyrsta barnsföður sínum á unglingaheimili en hann átti samt sem áður ekki neyslusögu. 18 ára var hún orðin húsmóðir í Grafarvogi og fannst það ekki spennandi líf þrátt fyrir að elska litlu stelpuna sína ofboðslega mikið.

Hún talaði barnsföður sinn til í nokkrar vikur að það væri allt í lagi að fá sér bjór og hann gat ekki ímyndað sér hvað það myndi hafa í för með sér.

„Ég var bara farin eftir þriðja bjór, þá þurfti ég meira og var bara farin.“ Þetta endaði með því að barnsfaðir Maríu kom í partý, þar sem hún sat, með pappíra og sagði henni að skrifa undir og afsala sér forræðinu yfir dóttur þeirra því hún væri búin með sénsana sína. Hún upplifði mikinn létti á þeim tímapunkti, að losna undan þessari ábyrgð sem hún var ekki að sinna.

Neysla og afbrot

Neyslan jókst bara og afbrotin líka. Hún sótti mikið í karlmenn sem voru afbrotamenn og oft þurfti ekki annað en að þeir hefðu setið inni til þess að þykja heillandi.

Afbrotin urðu spennandi, lífið varð neysla og hún fékk að hitta dóttur sína undir eftirliti stöku sinnum.

María segir frá því hvernig hún tengdist mömmu sinni í fyrsta skipti. Hún talar um að sumir fæðist með slæm spil á hendi.

María segir: „Mamma var á Breiðuvík og allt það, amma var 13 ára þegar hún eignaðist hana og mamma var fíkill af guðs náð. Ég man að ég endaði óvart inni hjá henni þegar ég var búin að vera á vökunni lengi og hún sprautaði mig niður. Þá hugsaði ég með mér hversu mikið hún elskaði mig. Þetta er svo bilað!“

Í neyslunni kynnist María næsta barnsföður sínum og fer inn á Vog í þrjár vikur.

„Ég var búin að taka út ógeðsleg fráhvörf og pína í mig næringu í þrjár vikur til þess að halda fóstrinu. Barnsfaðir minn sótti mig á Vog og bauð mér í nefið á bílaplaninu. Hann var nefnilega á leiðinni í fangelsi.“

Alvarlegt ofbeldi

Þegar leið á þurfti elsta dóttir Maríu að taka ábyrgð á yngri systkinum sínum þegar hún forðaði þeim undan ofbeldi sambýlismanns móður sinnar og þurfti að horfa upp á og heyra þegar móðir hennar lenti í alvarlegu ofbeldi af hendi sambýlismanns.

Hún segir frá ofbeldinu sem hún varð fyrir í sínum samböndum, hvernig fyrsti barnsfaðir hennar og hans kona lokuðu aldrei á hana.

„Þegar ég þurfti mest á því að halda í minni edrúmennsku var alltaf fólk sem greip mig, þá sérstaklega fyrsti barnsfaðir minn og konan hans, þau eru einhvers konar englar.“

Fjölskylda heitasta óskin

Þriðji barnsfaðir Maríu er maður sem hún kynnist í AA samtökunum, hennar heitasta ósk var að tilheyra, eiga fjölskyldu sem væri heild og hann flutti inn til hennar eftir mánuð.

„Þessi maður lagði fyrst hendur á mig eftir þrjár vikur í sambandi með honum. Eftir að sonur minn fæddist varð ofbeldið mun meira, mikið líkamlegt, kynferðislegt og hann barði mig til að mynda þegar ég var ófrísk af fjórða barninu mínu.“

María segir einnig frá erfiðri stöðu þegar elsta dóttir hennar leiddist út í neyslu á unglingsárunum og hvernig hún reyndi að eiga við það og allar þær tilfinningar sem fylgdu.

„Ég var búin að ákveða lögin í jarðarförinni hennar.“

Það má hlusta á viðtalið við Maríu í heild sinni í hlaðvarpinu Sterk saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sprakk úr hlátri þegar hún sá hvað kærastinn gerði við tannburstann hennar

Sprakk úr hlátri þegar hún sá hvað kærastinn gerði við tannburstann hennar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir þetta raunverulegu ástæðuna fyrir að Hollandi var vikið úr Eurovision -„Allir voru komnir með nóg af stælunum í Ísrael“

Segir þetta raunverulegu ástæðuna fyrir að Hollandi var vikið úr Eurovision -„Allir voru komnir með nóg af stælunum í Ísrael“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður getur ekki látið óttann stýra lífi sínu“

„Maður getur ekki látið óttann stýra lífi sínu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Samhliða því að reyna að finna gullmolana í drullusvaðinu sem ég var stödd í“

„Samhliða því að reyna að finna gullmolana í drullusvaðinu sem ég var stödd í“