fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Afhjúpar myrkt leyndarmál Gleðibankans – Ósagða sagan um svik og undanbrögð – „Hefur legið á mér eins og mara í gegnum árin“

Fókus
Miðvikudaginn 31. maí 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gleðibankinn var framlag Íslands í Eurovision söngvakeppninni árið 1986, og batt þjóðin miklar vonir við frammistöðu ICY-hópsins sem flutti lagið, en hópurinn samanstóð af Pálma Gunnarssyni, Helgu Möller og Eiríki Haukssyni. Olli það svo miklum vonbrigðum þegar lagið hafnaði í 16. sæti, en engu síður lifir Gleðibankinn enn góðu lífi í íslenskri dægurmenningu og gjarnan er lagið spilað, og þá sungið dátt með, á mannamótum.

Á bak við lagið, sem fjallar um lífsgleði og mikilvægi þess að huga að því jákvæða í tilverunni. En nú er komið í ljós að á bak við lagið og flutninginn er myrkt leyndarmál. Ólafur Aðalsteinsson steig fram í Bítinu á Bylgjunni í gær og sagði ósögðu söguna á bak við lagið.

Það var svo að hið örlagaríka ár 1986 stóð Ólafur ásamt æskuvini sínum, Ásgeiri, að rekstri tískuverslunar sem kallaðist Passion. Þeir félagar voru óhörðnuð ungmenni, rétt um tvítugt, en með stóra drauma. Þá kom í verslunina til þeirra Dóra Einarsdóttir, búningahönnuður. Glöggir Eurovision-grúskarar muna að Dóra hannaði búninganna sem ICY klæddust í keppninni. Eða hvað?

Fötin fengin að láni en aldrei skilað

Dóra kom í Passion til þeirra Ólafs og Ásgeirs og bað um að fá dágott magn af fötum að láni, án þess þó að fara nánar í saumanna á því í hvaða samhengi fatnaðurinn myndi nýtast. Varð þeim Passion-félögum því nokkuð brugðið þegar þeir sáu fatnaðinn á Eurovision-sviðinu í Bergen.

„Okkur skiljanlega var mjög brugðið en á sama tíma vorum við mjög ánægðir,“ enda ungir viðskiptamenn sem sáu fram að þarna væri um góða kynningu á versluninni að ræða. Það reyndist þó ekki svo því Dóra hélt því fram að um hennar eigin hönnun væri að ræða.

„En í raun og veru voru þetta raunverulega föt sem hún hafði lítillega breytt, skipt kannski um tölur og stytt ermar, sem við gáfum henni leyfi fyrir, en það kom aldrei fram hvaðan þetta raunverulega kom.“

Í raun var um að ræða fatnað sem var hannaður af japönskum hönnuðu og þeir Ólafur og Ásgeir höfðu fengið til sölu í verslun sinni.

Dóra vill engu svara

Í kjölfar Eurovision reyndu þeir að ganga á eftir Dóru til að fá fatnaðinn til baka, en þær tilraunir báru engan árangur. Málið sat þó alltaf í þeim í gegnum árin, sérstaklega á þeim tíma árs sem söngvakeppnin er í hámæli, og með tilkomu samfélagsmiðla ákvað Ólafur að reyna aftur og hafði samband við Dóru. Dóra vísaði þó til þess að búa erlendis og fór undan í flæmingi. Þar sem Eurovision-keppnin var haldin nýlega reyndi Ólafur aftur. Sendi Dóru vinabeiðni og skilaboð. Sú tilraun endaði með því að Dóra blokkaði hann.

Ólafur greinir frá því að hann hafi eins haft samband við ICY-hópinn, en þar hafi menn komið af fjöllum.

„Skiljanlega komu þau öll af fjöllum, héldu að þetta væri í raun hennar hönnun“

Alltaf vonaði Ólafur þó að hægt væri að útkljá málið beint við Dóru og hefur því ekki leitað með mál sitt í fjölmiðla. Árið 1986 hafi hann eins verið ungur og ekki með nægilega sterkt bakland til að taka slaginn.

Þykir Ólafi líklegt að Dóra hafi fjarlægt miða af fötunum sem hefðu komið upp um raunverulegan uppruna þeirra, því hún hafi haldið því opinberlega fram að um hennar hönnun, undir merkjunum Doris Day and Night, væri a ræða.

Segir Ólafur að flestur klæðnaðurinn sem ICY-hópurinn klæddist á sviðinu í Bergen hafi komið frá Passion versluninni, flest fyrir utan einn svartan jakka. Fyrir utan það hafi Dóra fengið fleiri föt að láni, en engu verið skilað. Segir Ólafur að um töluverð verðmæti hafi verið að ræða.

Fyrir Ólafi snýst málið þó ekki um einhvern verðmiða, heldur vill hann að fram komi hvernig málum var í raun og veru háttað.

„Að koma hreint og beint fram, segja sannleikann. Þetta snýst bara um það – ekkert annað.“

Vissulega hefði verið gott fyrir verslunina hefði það á sínum tíma komið skýrt fram hvaðan fötin komu. Þá væri verslunin kannski á lífi enn í dag, en henni var lokað um ári eftir að ICY sungu í Eurovision.

„Þetta hefur legið á mér eins og mara í gegnum árin,“ sagði Ólafur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“