fbpx
Mánudagur 25.september 2023
Fókus

Breyttar væntingar vinnuveitenda til atvinnuleitenda

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 29. maí 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í liðinni viku fjallaði BBC um hvernig væntingar þeirra vinnuveitenda sem eru að leita eftir nýju starfsfólki hafa breyst.

Sagt er að Covid-heimsfaraldurinn sé helsti orsakavaldurinn í þessum efnum. Áður hafi umsækjendur verið álitnir komast næst fullkomnun ef þeir höfðu stundað nám í virtum skóla, starfað hjá þekktum fyrirtækjum og búið yfir tiltekinni tæknilegri þekkingu sem gerði þá hæfa til að sinna ákveðnu hlutverki.

Nú segi sérfræðingar í atvinnumálum, margir hverjir, að fyrirtæki séu farin að hrista af sér slíkar skilgreiningar. Þau séu í auknum mæli farin að leita að óhefðbundnari umsækjendum með öðruvísi kunnáttu. Þótt víða sé enn gerð krafa um tiltekna þekkingu þegar kemur að tækni og tölvum sé í auknum mæli farið að gera kröfur um kunnáttu og eiginleika sem eru meira almenns eðlis. Þar megi nefna fyrirbrigði eins og til dæmis leiðtogahæfileika eða að vinna vel í hóp.

Hjá mörgum fyrirtækjum, víða um heim, hafi umrótið sem hafi skapast vegna sóttvarnaráðstafana ýtt undir nauðsyn þess að finna nýjar leiðir til að halda starfseminni gangandi. Starfsfólk hafi þurft að venjast fjölbreyttari leiðum til að sinna starfi sínu. Allt þetta umrót hafi sannað fyrir fyrirtækjum hversu verðmætt er að hafa starfsfólk sem býr yfir hæfileikum til að starfa með öðrum sama hverjar aðstæður eru.

Í umfjöllun BBC segir að það þyki orðið sérstaklega mikilvægt fyrir atvinnuleitendur, sem sækja um störf sem geta falið í sér samvinnu með fólki í fjarvinnu, að búa yfir góðri samskiptahæfni. Samhyggð, viðbragðshæfni, virðing fyrir öðrum,  góð hæfni til að hlusta á fólk og ekki síst aðlögunarhæfni þykja sérstaklega mikilvæg eftir þau áhrif sem Covid-farladurinn hafði á vinnuumhverfi um allan heim.

Segir að sumar atvinnuauglýsingar séu orðnar að hreinum formsatriðum og að fólk sé hvatt til að sækja um þótt það uppfylli ekki bókstaflega allar hæfniskröfur sem teknar eru fram í viðkomandi auglýsingu. Þetta þýði þó ekki að í öllum tilfellum séu fyrirtæki ekki að leita að ákveðinni gerð af starfsmanni eins og algengara var fyrir faraldurinn. Mörg séu einnig enn að leita að fólki með tiltekna tæknilega þekkingu.

Segir að í megindráttum sé staðan um þessar mundir sú að vinnuveitendur séu að leita að fólki með bæði tiltekna tæknilega þekkingu og persónulega eiginleika almenns eðlis.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vissi að eltihrellirinn myndi drepa hana og hann kæmist up með það

Vissi að eltihrellirinn myndi drepa hana og hann kæmist up með það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dramatíski áhrifavalda-ástarþríhyrningurinn – Fyrirsætan afhjúpar hvernig hún greip hann glóðvolgan

Dramatíski áhrifavalda-ástarþríhyrningurinn – Fyrirsætan afhjúpar hvernig hún greip hann glóðvolgan