fbpx
Fimmtudagur 28.september 2023
Fókus

Breska krúnan neitar að skila líki ungs prins sem rænt var frá Eþíópíu – Vann hug og hjarta Viktoríu drottningar en brosti aldrei

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 27. maí 2023 21:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1868 rændu breskir hermenn Dejatch Alemayehu prins frá heimili sínu í Abessiníu, sem í dag heitir Eþíópía, eftir að hafa yfirbugað hersveitir föður hans.

Faðir Alemayehu, Tewodros II konungur, hafði tekið nokkra Evrópumenn sem gísla í stöðugu stappi milli Abbesíníu og nýlenduveldisins og voru Bretar vægast sagt ekki sáttir. Það voru sendir hvorki meira né minna en 13 þúsund breskir hermenn að frelsa gíslana. Þegar að konungurinn sá fram á að hersveitir hans voru að mestu leyti að þurrkast út, enda Bretarnir mun fleiri og betur vopnaðir, framdi hann sjálfsvíg.

Alemayehu prins

Enginn veit nákvæmlega af hverju en Bretarnir ákváðu að flytja drottninguna og Alemayehu til Bretlands. Sumir segja þeim hafi verið rænt eins og eins konar sigurtákni eða aðrir segja að í raun hafi Bretarnir verið að bjarga lífi þeirra undan óvinum konungsins sáluga.

Svo fór að drottningin lést í skipsferðinni af óþekktum sjúkdómi og Alemayeh steig því afar einmana á land í Bretlandi, aðeins sex ára gamall, og munaðarlaus.

Það er vart hægt að ímynda sér tilfinningar sem bærast innan sex ára barns sem ekki aðeins hefur misst foreldra  sína, heldur einnig land sitt og menningu. Og er í ofanálag sent hálfa leið yfir hnöttinn í menningu og tungumál, siði og loftslag sem er barninu gjörsamlega framandi.

Alemayehu prinsAlemayehu prins með foreldrum sínum.

Breskur herforingi tók að sér uppeldi Alemayehu og sá til þess að hann fengi inngöngu í bestu skóla og kynnti hann fyrir hástétt Bretlands. Meira að segja konungsfjölskyldunni, og tók Viktoría drottning sérstöku ástfóstri við unga prinsinn og eyddi oft löngum tíma í spjall við hann.

Þegar að Alemayehu var aðeins 18 ára gamall, og enn í námi, fékk hann heiftarlega brjósthimnubólgu sem dró hann til dauða á aðeins nokkrum dögum.

Í dagbókum Viktoríu drottningar má sjá að hún tók dauða prinsins nærri sér og skráði hún að hann hefði verið einstaklega ljúfur og greindur piltur. Enn fremur skráði Viktoría hversu leitt henni þætti að hann hefði kvatt þennan heim annars staðar en í heimalandi sínu, innan um ættmenni sín.

Svo virðist sem Viktoría hafi tekið einstöku ástfóstri við Alemayehu þar sem hún fjallar meira um hann í dagbókum sínum en marga aðra, fyrir utan fjölskyldumeðlimi.

Hún skrifaði meðal annars að prinsinn hefði alltaf verið meðvitaður um útlit sitt, að hann væri með annan hörundslit en svo til allir aðrir landsmenn, hvað þá aðallinn sem hann umgengst mest. Viktoría skrifar að Alemayehu hafi aldrei verið hamingjusamur, þrátt fyrir að skorta aldrei neitt. Hann hafi ávallt saknað heimalands síns og fjölskyldu og hatað það, að vera gónt á hvert sem hann fór.

Drottningin tók miklu ástfóstri við unga prinsinn.

Ekki er á hreinu hvað varð um herforingjann sem tók að sér prinsinn sem barn en svo fór að Viktoría kvað á um að hún myndi persónulega sjá til þess að Alemayehu fengi sómasamlega greftrun. Enginn annar bauðst til þess.

Hún lét fara fram veglega jarðarför og var Alemayehu grafin í grafhýsi St George kirkjunnar á lóð Windsor kastala þann 21. nóvember 1879.

Fyrir þá sem ekki þekkja til breskra kirkna, þá er það hin sama og Harry og Meghan giftu sig í.

St. George's Chapel at Windsor: The Complete Guide

Í St George má finna platta til minningar um Alemayehu prins sem drottningin lét setja upp og ar stendur: ,,Ég var ykkur ókunnur en var meðtekin.”

,,Ég finn til með honum, sagði fjarskyldur ættingi hans,“ Abebech Kasa í viðtalið við BBC. ,,Hann var rifin frá heimalandi sínu sem barn, frá Afríku sem var hans álfa og bæði ættingjum og menningu. „

Yfirvöld í Eþíópíu hafa reglulega farið fram á að líki Alemayehu verði skilað til heimalands hans, en án árangurs. Síðustu beiðni var hafnað aðeins í síðustu viku. Segja opinberir talsmenn konungsfjölskyldunnar útilokað að grafa upp prinsinn án þess að valda skemmdum á kistum þeirra er næst honum liggja. Auk þess myndi hin aldargamla kapella að öllum líkindum ekki þola slíkan uppgröft, enda friðuð í bak og fyrir. Og þar sem kirkjan er á lóð konungsfjölskyldunnar er enginn annar sem getur gefið leyfi fyrir slíku.

Margir íbúar Eþíópíu er reiðir og sárir yfir þessum svör, gefa lítið fyrir útskýringarnar og segja ákvörðun krúnunnar ófyrirgefanlega.

,,Alemayehu lifði og dó með brotið hjarta, sagði einn íbúi í viðtal við BBC.“ ,,Á hann einnig að liggja í dauðanum með hjarta sitt brotið, í einmanaleika og sorg, um alla eilífð?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ætla að gifta sig á rómantískum stað utan landsteina

Ætla að gifta sig á rómantískum stað utan landsteina
Fókus
Í gær

Hvað ætti meðalbílskúr að vera stór?

Hvað ætti meðalbílskúr að vera stór?
Fókus
Í gær

Viðurkenndi að hann vilji ekki konu sem vill ekki veita honum munnmök

Viðurkenndi að hann vilji ekki konu sem vill ekki veita honum munnmök
Fókus
Í gær

Hafa náð sáttum í tveggja ára harðvítugri deilu um meðlagsgreiðslur

Hafa náð sáttum í tveggja ára harðvítugri deilu um meðlagsgreiðslur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjaftaði Kourtney óvart nafni sonarins?

Kjaftaði Kourtney óvart nafni sonarins?
Fókus
Fyrir 2 dögum

FÁSES stofnar Gleðibanka – Táknræn prósenta mun renna í sjóðinn

FÁSES stofnar Gleðibanka – Táknræn prósenta mun renna í sjóðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Taylor Swift sögð komin með kærasta úr NFL-deildinni sem deitaði einu sinni 50 konur

Taylor Swift sögð komin með kærasta úr NFL-deildinni sem deitaði einu sinni 50 konur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingólfur þurfti að jarða 18 ára son sinn – „Svo bætast ofan á þetta spurningar um vinnubrögð spítalans“

Ingólfur þurfti að jarða 18 ára son sinn – „Svo bætast ofan á þetta spurningar um vinnubrögð spítalans“