fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Ofurstjarnan Tina Turner fallin frá – Lét aldrei fátækt, kynþáttafordóma, kvenfyrirlitningu, sjúkdóma né ofbeldi stöðva sig

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 25. maí 2023 22:46

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Goðsögnin Tina Turner lést í vikunni, 83 ára að aldri, af náttúrulegum orsökum. 

„Það er okkur mikil harmur að greina frá fráfalli Tinu Turner,“ segir i yfirlýsingu frá fjölskyldu hennar. „Hún heillaði hún milljónir aðdáenda um allan heim með tónlist sinni og takmarkalausri ástríðu fyrir lífinu. Hún hefur vafalaust veitt, og heldur áfram að veita, stjörnum dagsins i dag og stjörnum framtíðarinnar, innblástur. 

Ike og Tine Mynd/Getty

Barðist við sjúkdóma

Líf Tinu var langt því frá auðvelt og að mörgu leyti er saga hennar ein sú merkilegasta þegar kemur að lífi poppstjarna. Og ein sú sorglegasta. 

Tina var drottning á sviði, ekki spurning. 

En að baki ímyndinni var líf litað sorgum og erfiðleikum. Ekki bara var þurfti hún að þola misnotkun frá eiginmanni sínum heldur barðist Tina við margskonar heilsufarsleg vandamál i gegnum tíðina. 

Hún var með áfallastreituröskun eftir skelfilegt hjónaband, fékk alvarlega nýrnabilun, var með allt of háan blóðþrýsting auk þess að fá ristilkrabbamein. 

Í ofanálag fékk hún heilablóðfall árið 2013. 

Ike og TIna Mynd/Getty

Einstæð móðir 18 ára

Tina fæddist 26. nóvember árið 1939 í í Suðurrikjum Bandarikjanna, nánar tiltekið í Tennesse, yngst þriggja systra fátækrar fjölskyldu og skýrð Anna Mae. 

Hún hitti Ike Turner, sem síðar átti eftir að verða eiginmaður hennar, á næturklúbbi þar sem hann var að syngja með hljómsveit sinni, Kings of Rhythm.

Það var árið 1957 og átti Tina þá í ástarsambandi við saxófónleikarann Raymond Hill og varð fljótlega ólétt. En Hill yfirgaf Tinu um það leiti sem sonur þeirra, Craig, leit dagsins ljós og var Tina þá orðin einstæð móðir, aðeins 18 ára gömul. 

Tina var hrifin af tónlist Ike og hljómsveitar hans, en ekki endilega Ike sjálfum. Hún bað um að fá að syngja með en hann tók það ekki i mál í fyrstu. En þau rákust reglulega hvort á annað í klúbbunum og loksins fékk Tina að taka lagið og eftir það fóru þau að koma saman fram opinberlega. Þau hófu einnig ástarsamband en Tina sagði síðar að það hefði í hennar huga verið nær systkinasambandi. 

Tina Mynd/Getty

Anna Mae verður Tina

Þau gerðu demoupptöku sem þau sendu til forstjóra hljómplötufyrirtækisins Sue Records, Jiggy Murray. Honum leist vel á en taldi að nafnið Anna Mae væri ekki söluvænlegt og stakk upp á að hún hæfi að kalla til sig Tinu.

Og þar með varð litla Anna Mae, sem aðallega hafði sungið i kirkjukórum, smám saman að stórstjörnunni Tinu Turner. 

Ike og Tina slógu í gegn árið 1960 með laginu A Fool in Love og í kjölfarið kom hver smellurinn á fætur öðrum.

Ike and Tina voru draumapar tónlistarheimsins en raunveruleikinn var öllu ógeðfelldari. Hann var aftur á móti falinn til fjölda ára.

Ike og Tina eignuðust soninn Ronnie árið 1960 og tveimur árum síðar giftust þau. Ike ættleiddi Craig sem tók sér síðar nafnið Craig Raymond Turner. Tina ættleiddi aftur á móti tvo syni Ike frá fyrra sambandi, þá Ike yngri og Michael. 

Þau hjón þóttu stórfengleg á sviði, nánast öll þeirra lög urðu gríðarlega vinsæl og peningarnir streymdu inn. Tina var súperstjarna og árið 1967 varð hún ekki bara fyrsta konan til að koma fram á forsíðu tímaritsins Rolling Stone, hún var einni fyrsti svarti listamaðurinn á forsíðu tímaritsins. 

Stanslaust ofbeldi

En innan veggja glæsihýsis þeirra barði Ike Tinu næstum hvern einasta dag meðan á hjónabandi þeirra stóð. 

„Hann var hræddur, hann var hræddur við að ég var orðin vinsælli en hann og myndi fara frá honum,“ sagði Tina í viðtali árið 2018. 

Hann hélt stöðugt fram hjá mér en mér var sama um það, ég elskaði hann en ég var aldrei ástfangin af honum. Það voru hinar andlegu og líkamlegu misþyrmingar sem voru erfiðastar.”

Árið 1993 var gerð kvikmynd um ævi Tinu, „What’s Love Got to Do with It,” þar sem Angela Bassett lék Tinu og Laurence Fishburne lék Ike. Þar er ofbeldinu gerð skil, sem er sláandi að sjá, og eru Bassett og Fishburne einfaldlega stórfengleg sem Tina og Ike.

Tina lét ofbeldið yfir sig ganga svo árum skipti en fór loks fram á skilnað árið 1978. Hún gekk út eignalaus, með 37 cent í vasanum.

Stærsta „kommbakk sögunnar

Og tveimur árum síðar átti Tina eitt stærsta ,,kommbakk” eða endurkomu tónlistarsögunnar. 

Hún var þá orðin 41 árs og höfðu fáir trú á að kona á fimmtugsaldri gæti hafið árangursríkan sólóferil. En Tina hlustaði ekki á slíkar úrtöluraddir og gaf út plötuna Private Dancer, sem meðal annars innihélt hið ofurvinsæla lag „What’s Love Got to Do with It. Tina hlaut Grammy verðlaun fyrir bestu plötuna árið 1994. 

Hún var 44 ára þegar hún náði þeim merka áfanga að vera elsta konan sem hefur verið á toppi bandaríska vinsældalistans. 

Tina var þekkt fyrir sitt villta hár og kynþokkafulla fatnað. Hver man ekki eftir litlu leðurpilsum Tinu?

Hún þaggaði ærlega niður í þeim er höfuð spáð að það væri útilokað fyrir konu á hennar aldri að verða stórstjarna, hvað þá þetta kynþokkafull stjarna. Tina var óstöðvandi á sviði og lét veikindi sín aldrei stoppa sig né ræddi hún um þau.

Sjálfsvíg sonar

En sorgin barði enn og aftur dyra hjá Tinu árið 2018 þegar að elsti sonur hennar, Craig Rayomond, framdi sjálfsvíg. 

Hún sagði síðar að hún hefði aldrei upplifað neitt skelfilegra en að missa son sinn. „Hann var 59 ára gamall en hann verður alltaf litli drengurinn minn. “

Tina ræddi sjaldan einkalíf sitt en árið 1985 hitti hún Erwin Bach, sem hún kallaði stóru ástina í lífi sínu. Hún flutti með honum til Sviss árið 1995 og eftir 27 ára samband, árið 2013 gengu þau loks í hjónaband. 

Tina með ást lifs síns.

Saga Tinu Turner mun alltaf vera ein sú merkasta í tónlistarsögunni

Hún var stórfenglegur listamaður sem neitaði ávallt að gefast upp, sama hvað. Tina sýndi fram á að konur geta brotið glerþakið, sé vilji og kraftur fyrir hendi. 

Hún hafði magna rödd, gríðarlegt raddsvið sem gat túlkað allan tilfinningaskalann og ástríða hennar og dýpt greip alla. 

Tina barðist við fátækt, kynþáttafordóma og  kvenfyrirlitnu en lét aldrei neitt stöðva sig heldur túlkaði hún reynslu sína í gegnum tónlist sína. 

Tina mun lifa í gegnum tónlist sína um ókomin ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á
Fókus
Fyrir 4 dögum

Álfrúnu blöskrar ljótar athugasemdir um pabba sinn og Felix á samfélagsmiðlum

Álfrúnu blöskrar ljótar athugasemdir um pabba sinn og Felix á samfélagsmiðlum