fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Blendin viðbrögð við nýjum þáttum sem er líkt við pyntingarklám – „Eins og ævintýraferð um Pornhub“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 25. maí 2023 11:00

Skjáskot úr stiklu fyrir þættina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Idol eru nýir þættir úr smiðju HBO og hefur verið mikil dulúð og spenna í kringum þættina, sérstaklega eftir að tímaritið Rolling Stone líkti þeim við pyntingarklám.

Sam Levinson, höfundur vinsælu þáttanna Euphoria, og tónlistarmaðurinn The Weeknd, eða Abel Tesfaye eins og hann heitir réttu nafni og kallar sig núna, eru á bak við gerð þáttanna.

Lily Rose-Depp fer með aðalhlutverk í þáttunum ásamt Tesfaye. Hún leikur poppstjörnu sem byrjar með sjúskuðum gúrú (Tesfaye) og samband þeirra leiðir hana niður dimma braut, sem minnir á sértrúarsöfnuð.

Söguþráðurinn er byggður á reynslu og upplifun Tesfaye þegar hann byrjaði í bransanum.

„Abel kom til okkar með sölurullu. Hann sagði eitthvað sem ég mun aldrei gleyma: „Ef ég myndi vilja stofna sértrúarsöfnuð, þá gæti ég það.“ Það sem hann átti við með þessu var að aðdáendur hans eru honum svo hliðhollir að þeir myndu fylgja honum hvert sem er. Það var grunnurinn að hugmyndinni á bak við The Idol: Hvað gerist þegar poppstjarna fellur fyrir röngum manni og enginn segir neitt?“ sagði Levinson í nýlegu viðtali.

Sam Levinson, Lily Rose-Depp og Abel Tesfaye á Cannes.

Fyrsti þáttur fer í loftið þann 4. júní næstkomandi en fyrstu tveir þættirnir voru sýndir á Cannes-kvikmyndahátíðinni fyrr í vikunni og er óhætt að segja að þeir hafi vakið hörð viðbrögð.

Blaðamaður New York Times sagði að horfa á þættina væri eins og að fara í ævintýraferð um heimasíðu Pornhub og að geirvörtur Lily Rose-Depp væru í aðalhlutverki.

Sjáðu fleiri viðbrögð hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
Fókus
Fyrir 2 dögum

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni