fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Rýfur þögnina um umdeilda endurkomu föður síns í bransann

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 24. maí 2023 10:59

Feðginin Johnny Depp og Lily-Rose Depp.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan og leikkonan Lily-Rose Depp kom með sjaldséða athugasemd um föður sinn, leikarann Johnny Depp.

Lily-Rose, 23 ára, hefur hingað til haldið sig frá því að ræða um mál föður síns opinberlega.

Leikarinn hefur verið mikið í umræðunni undanfarið ár eftir að sýnt var í beinni útsendingu frá málaferlum hans gegn fyrrverandi eiginkonu sinni, Amber Heard. Depp sakaði sína fyrrverandi um að hafa kallað hann ofbeldismann milli lína í grein sem hún ritaði hjá miðlinum Washington Post. Mikið af málarekstrinum snerist um meint ofbeldi og hvort þeirra hjóna hefði beitt því.

Málið vakti gríðarlega athygli og höfðu einhvern veginn allir eitthvað um málið að segja, nema dóttir Depp, Lily-Rose. Hún hefur sagt lítið um málið en sýndi föður sínum stuðning fyrst þegar hann var sakaður um ofbeldi árið 2016. Hún birti gamla mynd af sér og föður sínum og skrifaði með: „Pabbi minn er ljúfasta og yndislegasta manneskja sem ég þekki.“ Hún eyddi síðan myndinni og hefur haldið sig frá umræðu um föður sinn.

Sjá einnig: Johnny Depp táraðist eftir að allir risu úr sætum til að fagna honum – „Þetta er furðulegur brandari“

Umdeild viðvera

Leikkonan er stödd á Cannes kvikmyndahátíðinni til að kynna nýju kvikmynd sína, The Idol. Faðir hennar mætti á frumsýningu Jeanne du Barry, þar sem hann fer með aðalhlutverk, og fékk sjö mínútna standandi lófaklapp á hátíðinni. Viðvera hans á hátíðinni hefur verið umdeild, margir taka henni fagnandi sem og endurkomu hans í bransann. Meðan aðrir gagnrýna hana vegna ofbeldisásakanna fyrrverandi eiginkonu hans. Útlit hans á rauða dreglinum vakti einnig mikla athygli, en aðdáendur lýstu yfir áhyggjum af tönnum leikarans.

Sjá einnig: Útlit Johnny Depp vekur óhug

Lily-Rose tjáði sig um endurkomu föður síns á hátíðinni. „Ég er mjög hamingjusöm fyrir hans hönd. Það er svo frábært að við fáum bæði að gera verkefni sem við erum mjög stolt af,“ sagði hún í samtali við Entertainment Tonight.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu