fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Johnny Depp táraðist eftir að allir risu úr sætum til að fagna honum – „Þetta er furðulegur brandari“

Fókus
Miðvikudaginn 17. maí 2023 14:15

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Johnny Depp hefur verið mikið í umræðunni undanfarið ár eftir að sýnt var í beinni útsendingu frá málaferlum hans gegn fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Amber Heard. Leikarinn sakaði sína fyrrverandi um að hafa kallað hann ofbeldismann milli lína í grein sem hún ritaði hjá miðlinum Washington Post. Mikið af málarekstrinum snerist um meint ofbeldi og hvort þeirra hjóna hefði beitt því.

Fór svo að Johnny hafði betur og var Amber dæmd til að greiða honum háar miskabætur. Johnny hefur svo látið frekar lítið fyrir sér fara síðan hann vann málið, enda orðinn gífurlega umdeildur þar sem margir trúa því enn að hann hafi beitt fyrrverandi konu sína ofbeldi, niðurlægt hana svo í beinni útsendingu út um allan heim, og málað sjálfan sig sem fórnarlamb aðstæðna.

En lífið heldur áfram og í gær var kvikmyndin Jeanne Du Barry forsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni, en fer Johnny þar með stórt hlutverk og Leikur Lúðvík XV Frakklandskonung. Leikstjóri myndarinnar Maïwenn leikur svo sjálf á móti Depp, en hún fer með titilhlutverkið, Jeanne Du Barry, sem er verkakona sem notar hugvit sitt og persónutöfra til að stíga til metorða. Hún komst svo í eftirlæti hjá konungi, sem vissi ekki að hún væri í raun fylgdarkona, en hún hjálpar konungi að finna lífsgleðina á ný.

Eftir sýningu myndarinnar í gær risu áhorfendur úr sætum og stóð lófatakið yfir í um sjö mínútur alls. Varð leikarinn að vonum upp með sér eftir þessar viðtökur og hreinlega táraðist, svo snortinn varð hann. Myndin var sú fyrsta sem var sýnd á hátíðinni, eða svokallað opnunarnúmer, sem þykir töluverður heiður. Aðspurður um þá ákvörðun að flagga mynd með svona umdeildum leikara í aðalhlutverki sagði forstjóri hátíðarinnar, Thierry Fremaux í samtali við People:

„Ég veit ekki hver ímynd Johnny Depp er í Bandaríkjunum. Ef satt best skal segja þá hef ég aðeins eina reglu í lífinu og það er hugsanafrelsi og tjáningarfrelsi sem og að athafna sig innan ramma laganna. Ef Johnny Depp hefði verið meinað að leika í kvikmynd, eða ef kvikmynd hefði verið bönnuð, þá værum við ekki hér að ræða þetta. Svo við sjáum Maïwenn-myndina, og hún hefði getað verið í keppni. Hún hefði verið áttundi kvenleikstjórinn. Þessi þræta kom upp eftir að tilkynnt hafði verið að myndin væri á Cannes. Ég veit ekki hvers vegna hún valdi hann í þetta hlutverk, en ef þið viljið vita svarið þá er best að spyrja hana sjálfa. Hvað allt hitt varðar þá er ég seinasta manneskjan til að ræða þetta allt. Ef það er ein manneskja í þessum heimi sem hafði ekki minnsta áhuga á þessum gífurlega umtöluðu réttarhöldum, þá var það ég. Ég veit ekki hvað það snerist um. En mér er annt um Johnny Depp sem leikara.“

Segist ekki hugsa um Hollywood

Johnny Depp lét svo hafa eftir sér í dag að ef staðan væri í raun sú að honum hefði verið útskúfað af Hollywood, þá væri það í fínu lagi hans vegna. Samkvæmt AP fréttastofunni hafði hann eftirfarandi um málið að segja:

„Finnst mér Hollywood sniðganga mig? Maður þyrfti að vera án lífsmarks til að halda að – Nei. Ekkert af þessu er að gerast. Þetta er furðulegur brandari. Þegar maður er beðinn um að segja sig frá kvikmynd sem maður er að leika í út af einhverju sem er í raun bara samsansafn af samhljóðum og sérhljóðum sem fljót um í loftinu, þá já. Manni finnst maður sniðgenginn.“

Til dæmis var Johnny Depp beðinn um að stíga út úr hlutverki sínu í Fantastic Beast myndunum, sem eru afurð veraldarinnar sem varð til með Harry Potter bókunum vinsælu. Johnny segist ekkert sérlega spenntur lengur fyrir slíkum stórmyndum.

„Mér finnst ég ekki sniðgenginn af Hollywood því ég hugsa ekki um Hollywood. Ég hef enga frekari þörf fyrir Hollywood sjálfur. Þetta eru undarlegir, vafasamir tímar þar sem öllum langar til að fá að vera þeir sjálfir, en geta það ekki. Þeir verða að ganga í takt við manneskjuna sem er fyrir framan þá. Ef þú vilt lifa slíku lífi, þá óska ég þér góðs gengis.“

Johnny sagðist ekki vilja kalla kvikmyndina nýjust endurkomu hans í kvikmyndabransanum enda væru það þá orðnar æði margar endurkomur. Hann hafi ekki farið neitt, hann hafi ekki horfið af sjónarsviðinu. Aðspurður hvort honum þætti Cannes-hátíðin vera viðeigandi fyrir mynd með honum í aðalhlutverki eftir alla gagnrýnina sagði Johnny svo:

„Hvað ef dag einn myndu þeir banna mig frá McDonalds til lífstíðar því einhvers staðar væru 39 reiðir einstaklingar að horfa á mig borða Big Mac aftur og aftur? Hverjir eru þetta og hvers vegna stendur þeim ekki á sama?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Í gær

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“