fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Alexöndru hryllir við nýjasta tískutrendinu sem Sunneva og Birta boða – „Mér finnst ég gömul“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 23. maí 2023 11:46

Alexandra Helga er ekki alveg til í þetta trend sem Sunneva og Birta boða í nýjasta Teboðs-þættinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tískan gengur í hringi en þúsaldarkynslóðin (e. millennials) bjóst örugglega ekki við því að finnast hún enn svo ung þegar vinsælu diskabeltin kæmu aftur í tísku. Alexandra Helga Ívarsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og athafnakona, er ein af þeim sem hryllir við trendinu.

Hlaðvarpsdrottningarnar Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir ræddu um sumartískuna og trendin í nýjasta þætti af Teboðið.

„Chunky belti, gamla góða diskabeltið. Geðveikt,“ sagði Sunneva í þættinum og Birta Líf tók undir: „Geðveikt flott.“

„Og bara stór og mikil belti, farðu í skápinn hjá ömmu þinni, skilurðu, og finndu gömlu beltin hennar,“ sagði Sunneva.

Sunneva og Birta segja að þetta belti sé komið aftur í tísku.

Sunneva sagði að hún hafi verið að leita að svona belti í langan tíma. „Það er alltaf uppselt á Amazon,“ sagði hún en bætti við að það sé langflottast að eiga gamalt belti frekar en kaupa nýtt.

„Farðu í skápinn hjá mömmu þinni, ömmu þinni, frænku þinni,“ sagði hún.

Alexandra lítið hrifin

„Mér finnst ég gömul,“ sagði Alexandra Helga og birti hljóðklippu úr þættinum á Instagram.

Hún birti síðan gamla mynd af sér og vinkonum sínum þar sem þær skörtuðu slíkum beltum.

Skjáskot/Instagram

Alexandra grínaðist aðeins með þetta og birti jarm af Simon Cowell, dómara í American Idol.

Já, nei takk, segir Alexandra. Mynd/Instagram

Athafnakonan er ekki sú eina sem er ekki til í þetta trend. Þúsaldarkynslóðin, fólk sem er fætt frá 1981 til 1996, á erfitt með að trúa að þetta sé komið til baka.

Ætli TikTok-grínistinn Isabel Galvin taki viðbrögð þeirra ekki ágætlega saman hér að neðan.

@isabelgalv4 #duet with @laurenwolfe #amazonfashion ♬ original sound – Lauren Wolfe

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“