fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fókus

Segist ekki sakna „gamla andlitsins“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 30. mars 2023 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian lætur ekki athugasemdir netverja fara í taugarnar á sér.

Í gær deildi raunveruleikastjarnan myndbandi af sér í ræktinni á Instagram. Hún svaraði síðan athugasemdum netverja, bæði leiðinlegum og skemmtilegum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Khloé Kardashian (@khloekardashian)


Einn spurði: „Saknarðu gamla andlitsins þíns?“

Khloé var stuttorð og svaraði: „Nei.“

Annar netverji sagði: „Prófaðu að sleppa filter.“

„Hvað hefur það með æfinguna að gera?“ sagði þá stjarnan.

Í mörg ár hefur Khloé verið á milli tannanna á fólki fyrir að breyta myndum eða útliti sínu, en andlit hennar hefur breyst töluvert í gegnum árin.

Ýmsar kenningar eru á sveimi, eins og að hún hafi gengist undir fjölda fegrunaraðgerða og noti myndvinnsluforrit áður en hún deilir myndum á samfélagsmiðlum. Khloé, 38 ára, er með 300 milljón fylgjendur á Instagram.

Hér að neðan má sjá Khloé Kardashian í gegnum árin.

2007

2007. Mynd/Getty

Þegar Keeping Up With The Kardashians fór í loftið var Khloé óþekkt 22 ára kona. Hún hefur viðurkennt að á þessum tíma hafi hún verið mjög óörugg, þar sem fjölmiðlar og áhorfendur voru sífellt að bera hana saman við eldri systur sínar, Kim og Kourtney Kardashian.

„Ég áttaði mig ekki á því að ég væri „feita systirin“ fyrr en ég var í sjónvarpinu og fjölmiðlar fóru að segja það um mig,“ sagði hún.

2008

2008. Mynd/Getty

Ári seinna var Khloé byrjuð að breyta útliti sínu minniháttar, eins og að hvítta tennurnar og vera með gervibrúnku.

2010

2010. Mynd/Getty

2013

2013. Mynd/Getty

Khloé var þarna byrjuð að skera sig aðeins úr systrahópnum með því að lita hárið ljósara. Margir telja líklegt að þarna hafi hún verið byrjuð að gangast undir ýmis konar fegrunaraðgerðir.

2015

2015. Mynd/Getty

2019

2019. Mynd/Getty

2020

2020. Mynd/Getty

Sökuð um að breyta myndum

Kardashian-Jenner systurnar hafa lengi verið sakaðar um að breyta samfélagsmiðlamyndum sínum áður en þær deila þeim, en af þeim öllum hefur Khloé örugglega sætt hvað harðastri gagnrýni.

Khloé deildi myndinni til vinstri á Instagram. Myndin til hægri er skjáskot úr Keeping Up With The Kardashians.

Útlit Khloé virðist vera síbreytilegt og er nokkuð öruggt að hún sé að notast við einhvers konar myndvinnsluforrit.

Fjölmargir telja gagnrýnina vera réttmæta, þar sem þetta getur verið blekkjandi fyrir ungar konur að sjá á samfélagsmiðlum og halda að þetta sé raunhæft útlit til að stefna að. En aðrir benda á að það þarf einnig að taka inn í myndina að útlitspressan á Khloé hefur verið gífurleg undanfarin sextán ár. Hún er stöðugt gagnrýnd fyrir útlit sitt og borin saman við systur sínar.

Mynd/Instagram
Mynd/Instagram

2023

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Khloé Kardashian (@khloekardashian)

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Khloé Kardashian (@khloekardashian)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla
Fókus
Í gær

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stimpingar í streymisheimum – Stranger Things-stjarna sökuð um að vera meðalmanneskja sem slær undir beltisstað í deilum

Stimpingar í streymisheimum – Stranger Things-stjarna sökuð um að vera meðalmanneskja sem slær undir beltisstað í deilum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Raunverulega eiginkonan Lisa Rinna varpar skuggalegu ljósi á brotthvarf sitt

Raunverulega eiginkonan Lisa Rinna varpar skuggalegu ljósi á brotthvarf sitt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur ákvað að nýta sanngirnisbætur eftir slæma meðferð og ofbeldi í Landakotsskóla til góðra verka

Ólafur ákvað að nýta sanngirnisbætur eftir slæma meðferð og ofbeldi í Landakotsskóla til góðra verka