fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fókus

Netverji náði að afhjúpa hópspjall sem lögmenn Paltrow höfðu árangurslaust reynt að opna – „Ég bara trúi því ekki að þau hafi ekki náð þessu“

Fókus
Fimmtudaginn 30. mars 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál sem höfðað hefur verið gegn leikkonunni Gwyneth Paltrow vegna skíðaslyss sem átti sér stað árið 2016 hefur vakið mikla athygli. Læknir á eftirlaunum, Terry Sanderson, heldur því fram að leikkonan hafi valdið honum gífurlegum varanlegum skaða eftir að hún rakst harkalega á hann í skíðabrekku í Utah.

Fer Sanderson fram á rúmar 428 milljónir í skaðabætur vegna varanlegs heilaskaða sem hann segist hafa hlotið í slysinu.

Paltrow hefur á móti haldið því fram að það hafi verið Sanderson sem olli slysinu og fer hún fram á táknrænar skaðabætur upp á 1 dollara og málskostnað sér að skaðlausu.

Í málinu hafa lögmenn Paltrow haldið því fram að læknirinn hafi átt upptöku úr GoPro-myndavél sem sýni slysið. Hann hafi þó eytt myndbandinu því það afsanni málatilbúnað hans.

Dóttir Sanderson hafði nefnt slíkt myndband í samtali við föður sinn sem hafði sent henni vefslóð á umræðusvæði fyrir skíði.

Lögmenn Paltrow hafa haldið því fram að í gögnum hafi vefslóðin viljandi verið höfð vitlaus svo þeir gætu ekki opnað hana.

Mikilvægasta sönnunargagnið

Netverjinn Michael Fletcher, sem stundar tæknilegar rannsóknir, hefur þó varpað ljósi á þessa dularfullu vefslóð og segir að það hafi aðeins tekið hann tvær mínútur. Hann hafi bara þurft að búa til reikning á vefsíðunni og farið svo inn á umræðusvæðið og flett þar upp slysdeginum.

„Þau[lögmennirnir] voru alltaf að endurtaka: „Þetta er mikilvægasta sönnunargagnið“ en þau gátu ekki fundið út úr þessu. Þau bara vissu ekki hvernig þú gætu opnað vefslóðina. Í raun er það grátlegt hversu auðvelt þetta var. Ég bara trúi því ekki að þau hafi ekki náð þessu. Þetta er næstum brandari. Þetta er bara almenn skynsemi,“ sagði Fletcher í samtali við CourtTV.

Vefslóðin vísaði þó ekki á meinta GoPro-myndbandið heldur á samtal á umræðusvæðinu þar sem Sanderson ræddi við aðra skíðamenn sem voru í brekkunni á þessum örlagaríka degi. Þar minnist Sanderson á heilaskaðann sem hann halut í slysinu og þær afleiðingar sem það hefði haft á persónuleika hans.

Þar hafi einn skíðamaður, og vitni að slysinu, sagt: Scott það sem þú sást ekki var að Terry rotaðist. Hann fékk slæmt högg á höfuðið. Ekki viss um hvort Terry hafi brotið rifbein. En ég sá áreksturinn. Terry mundi ekki hvað hann hét. Ég spurði Terry hvað hann héti og hann vissi það ekki. Scott, þetta hræddi líftóruna úr mér.“

Sanderson sagði: „Heilahristingurinn er að valda frekar furðulegum andlegum afleiðingum og persónuleikabreytingum, ólíkt nokkru öðru sem ég hef glímt við áður. Ég vona að þetta gangi til baka sem fyrst.“

Sanderson og vitnið höfðu þó haldið því fram í dómsal að þeir hafi ekki áttað sig strax á því hver Paltrow væri.

Á spjallsvæðinu kemur þó fram að þeir hafi vitað það mjög fljótlega eftir slysið. „Þú getur ekki skáldað þeta. Gwyneth rústaði Terry í síðustu viku,“ skrifaði vitnið á spjallsíðunni.

Á ferð og flugi þrátt þvert á yfirlýsingar

Sanderson hefur haldið því fram að eftir slysið hafi hann lokað sig af frá umheiminum enda séu lífsgæði hans slík að hann geti ekki gert hluti sem hann áður gerði, eins og að ferðast, njóta þess að drekka vín og annað.

Lögmenn Paltrow hafa þó framvísað fjölda mynda af Sanderson þar sem hann er á ferð og flugi um heiminn eftir slysið. Hann hafi ferðast til margra landa og farið í krefjandi göngur.

Sanderson hefur borið því við að ferðalögin hafi verið liður í bataferli hans enda hafi læknar ráðlagt honum að snúa aftur til fyrra lífs. Hann geti þó ekki ferðast einn.

Lögmenn Paltrow hafa borið því við að þeir kvillar sem Sanderson glímir við eftir slysið séu í raun afleiðing öldrunar en ekki slyssins.

Lokamálflutningur í málinu fer fram síðar í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla
Fókus
Í gær

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stimpingar í streymisheimum – Stranger Things-stjarna sökuð um að vera meðalmanneskja sem slær undir beltisstað í deilum

Stimpingar í streymisheimum – Stranger Things-stjarna sökuð um að vera meðalmanneskja sem slær undir beltisstað í deilum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Raunverulega eiginkonan Lisa Rinna varpar skuggalegu ljósi á brotthvarf sitt

Raunverulega eiginkonan Lisa Rinna varpar skuggalegu ljósi á brotthvarf sitt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur ákvað að nýta sanngirnisbætur eftir slæma meðferð og ofbeldi í Landakotsskóla til góðra verka

Ólafur ákvað að nýta sanngirnisbætur eftir slæma meðferð og ofbeldi í Landakotsskóla til góðra verka