fbpx
Föstudagur 09.júní 2023
Fókus

Ron er eini svarti maðurinn sem blekkti Ku Klux Klan í að gera hann að fullgildum meðlimi – Fékk sérstakt hrós hjá æðsta yfirmanni samtakanna

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 25. mars 2023 22:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ron Stallworth, fæddur 1953, er fyrsti, og næstum örugglega, eini svarti maðurinn sem nokkurn tíma hefur verið tekinn inn sem fullgildur félagi í Ku Klux Klan. 

Hann ólst upp í El Paso í Texas, var vinsæll og afburða námsmaður. Að útskrift lokinni flutti fjölskyldan til Colorado það var þar sem Ron fékk áhuga á að ganga í lögregluna og var fyrsti svarti maðurinn til að ganga til liðs við lögregluna í Colorado Springs. 

Ron hafði mikinn áhuga á að starfa með leynd og gekk því til liðs við þá deild lögreglunnar sem sér um að smygla lögreglumönnum inn fyrir raðir glæpasamtaka. 

BlacKKKlansman," story of Colorado Springs black cop infiltrating KKK, hits big screen
Ron sem ungur lögreglumaður

Áhugaverð smáauglýsing

Árið 1978, þegar að Ron var 25 ára, rak hann augun í smáauglýsingu í blaði.

Í henni var óskað eftir meðlimum í nýja deild  Ku Klux Klan en samtökin, sem boða kynþáttahatur, voru að reyna að efla starf sitt í Colorado Springs. 

Lögregla vissi af þessum aðgerðum KKK, og vildi allt gera til að halda hatri samtakanna frá borginni. 

Ekki var gefið upp símanúmer né heimilisfang, aðeins póstbox, og svaraði Ron auglýsingunni og gaf þeim upp sitt rétta nafn, heimilisfang og símanúmer. 

Klanararnir virðast ekki hafa haft mikinn metnað, nennu eða vilja til að kanna þær upplýsingar nánar, ekki er ólíklegt að það hafi verið skort á svörum um að kenna og kynþáttahatararnir bara fegnir að fá einhver svör. 

Ku Klux Klan

Laug eins og vindurinn

Einn meðlima Ku Klux Klan hringdi fljótlega í Ron sem hélt langa ræðu um hversu mikið hann hataði svart fólk, Mexíkóa, gyðinga og Asíubúa. Reyndar alla aðra en hvíta. 

Í símtalinu komst Ron að því að hringlandinn var hátt settur í hernum, staðsettur í herstöð rétt við borgina. Maðurinn vildi hitta Ron á nálægum bar og tók Ron vel í þá bón.

Augljóslega mætti hann ekki sjálfur á fundinn. Ron sagði hvítum kollega sínum nákvæmlega frá samtalinu og fór sá að hitta hermanninn, vel víraður upptökubúnaði. Sá var einn af aðeins örfáum sem vissu af blekkingarleik Ron, meira að segja yfirmenn hans höfðu enga vitneskju um gjörðir Ron. 

Vildi verða fullgildur meðlimur

Fundurinn gekk svona líka prýðilega og hélt Ron áfram að vera í reglulegu símasambandi við hina ýmsu meðlimi Ku Klux Klan. Hann sendi meira að segja formlega beiðni um að verða fullgildur meðlimum samtakanna. 

Það kom fyrir að þeir vildu hitta hann og fór þá alltaf hinn sami kollegi í hans stað og hélt áfram að taka upp öll samtöl. 

Þegar að félagsskírteinið í samtök hatursins hafði ekki borist eftir nokkrar vikur tók Ron sig til og hringdi í engan annan en David Duke, æðsta yfirmann Ku Klux Klan í Bandaríkjunum. 

Ron var þá kominn með það gott orð á sig sem ,,sannur hvítur hermaður í kynþáttastríðinu” að hann fékk samband við Duke, sem var langt frá því auðvelt. 

David Duke

Þeir spjölluð lengi saman og var Duke afar hrifinn af þessum unga og ákafa manni sem virtist málstaðnum þetta hollur.

Hrósaði hann Ron í hástert fyrir greind hans, sagði hann afbragð ungra manna og að hann myndi persónulega sjá til þess að beiðninni yrði flýtt og meðlimaskírteinið sent til hans. 

Og Duke stóð við orð sín. Innan örfárra daga barst Ron veglegt plagg um að hann væri orðinn virtur meðlimur í Ku Klux Klan, undirritað af engum öðrum en David Duke sjálfum.

Ron fannst þetta afspyrnu fyndið og hengdi skjalið upp á vegg. 

Sagði aldrei neitt

Að því kom að rannsókninni á innrás KKK í Colorado Springs lauk enda höfðu fáir sýnt áhuga á að ganga til liðs við þennan óþjóðalýð.

Ron sagði aldrei neinum frá frumkvæði sínu. Hann flutti til Utah og starfaði þar til við löggæslu allt þar til hann fór á eftirlaun árið 2005, eftir 20 ára feril sem rannsóknarlögreglumaður. 

Hann fór þá í háskóla og nældi sér í gráðu í refsirétti. 

Ron þá og nú

Árið 2006 kom Ron Stallworth loks fram í viðtali og sagði alla sólarsöguna. Líka það sem enginn vissi. 

Í ljós kom að Ron hafði ekki aðeins fundið út að hátt settur hermaður var meðlimur KKK heldur mun fleiri háttsettir einstaklingar, bæði innan og utan hersins. Allir fengu þeir sparkið úr stöðum sínum, með skít og skömm. 

Ron skrifaði bók um samskipti sín við Ku Klux Klan árið 2014 og var gerð kvikmynd, BlacKkKlansman, í leikstjórn Spike Lee, eftir henni fjórum árum síðar. 

Gerð var kvikmynd eftir bókinni

David Duke hefur ávallt neitað að ræða samskipti sín við Ron Stallworth enda varð hann að aðhlátursefni, ekki bara í Bandaríkjunum, heldur um heim allan.

En skírteinið hangir enn á veggnum og finnst Ron það enn jafn fyndið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segir samband móður hennar og Ashton Kutcher hafa látið sér líða „eins og rusli“

Segir samband móður hennar og Ashton Kutcher hafa látið sér líða „eins og rusli“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Spenna eiginmannsins yfir framhjáhaldi hennar vakti grunsemdir

Spenna eiginmannsins yfir framhjáhaldi hennar vakti grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir umdeilda athugasemd um móður sína – Getur „ekki beðið“ eftir að hún deyi

Svarar fyrir umdeilda athugasemd um móður sína – Getur „ekki beðið“ eftir að hún deyi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar sorglega ástæðu fyrir því að Hollywood hafnaði henni

Afhjúpar sorglega ástæðu fyrir því að Hollywood hafnaði henni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auglýsing um blokkaríbúðir vekur kátínu netverja – „Nú líður mér ekki lengur eins og ég verði að taka til í dag“

Auglýsing um blokkaríbúðir vekur kátínu netverja – „Nú líður mér ekki lengur eins og ég verði að taka til í dag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hreinn Garðar sótti um vinnu og fékk starfið um leið – „Ert þú Hreinn Garðar? Þú verður að vinna hérna“

Hreinn Garðar sótti um vinnu og fékk starfið um leið – „Ert þú Hreinn Garðar? Þú verður að vinna hérna“