fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fókus

Gwyneth Paltrow fyrir dóm vegna skíðaslyss – Dómari neitaði óvenjulegri beiðni og lögmaður biðst afsökunar á því að vera rasshaus

Fókus
Föstudaginn 24. mars 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú fer fram aðalmeðferð í máli sem augnlæknir á eftirlaunum hefur höfðað gegn leikkonunni og athafnakonunni Gwyneth Paltrow vegna skíðaslyss sem átti sér stað í skíðabrekku í Utan árið 2016.

Læknirinn, Terry Sanderson, heldur því fram að Gwyneth hafi rekist á hann í brekkunni með þeim afleiðingum að hann hlaut brotin rif og heilaskaða. Glími hann nú bæði við líkamlegar og andlegar afleiðingar eftir slysið. Jafnframt heldur hann því fram að Gwyneth hafi látið sig hverfa eftir slysið og ekki gætt að því hvort hann hefði meitt sig.

Gwyneth hefur þó neitað sök í málinu og lagt fram sína eigin gagnstefnu í málinu þar sem hún heldur því fram að það hafi verið læknirinn sem olli slysinu.

Sanderson fer fram á rúmlega 428 milljónir í skaðabætur og meðan Gwyneth hefur farið fram á 1 dollara í táknrænar skaðabætur auk málskostnaðar sér að skaðlausu, en hún hefur haldið því fram að læknirinn hafi ákveðið að stefna henni eftir að honum varð ljóst að hún væri fræg og efnuð.

Lögmaður var rasshaus

Í gær baðst lögmaður Platrow afsökunar á því að hafa verið rasshaus við aðila sem bar vitni í málinu. Lögmaðurinn Stephen Owens gekkst við því að hafa gengið yfir mörk á meðan hann spurði dóttur Sanderson, Polly, spjörunum úr.

„Ég þarf að biðjast afsökunar á því að hafa verið rasshaus áðan. Það var rangt að mér að stilla þér upp gegn fóður þínum, systur og móður. Ég ósk eftir fyrirgefningu þinni,“ sagði lögmaðurinn og vísaði til þess að hann hafi spurt vitnið út í ásakanir sem systir hennar, Jenny, hafði lagt fram um að faðir þeirra væri ofbeldismaður og lygari. Jenny hafði fyrst átt að bera vitni fyrir dómi en hætti þó við og sendi frá sér skriflega yfirlýsingu þar sem hún sagði föður sinn ekki hafa reynst sér vel. Hann hafi beitt hana andlegu ofbeldi og átt erfitt með að hemja reiði sína í gegnum tíðina. Hún hefði ekki átt í samskiptum við föður sinn árum saman.

Hin systirin, Polly, sagði í vitnisburði sínum að faðir hennar hefði verið hress og félagslyndur fyrir slysið. Hann hefði verið mjög jákvæður og væri líka reyndur skíðamaður. Síðan þegar hún hafi hitt hann eftir slysið hafi hann verið gjörbreyttur. Ljóst hafi verið að eitthvað mikið væri að honum.

„Nú verður hann fljótt pirraður, hann verður argur, reiður. Ég átti ekki minningar um hann sem reiður maður en hann er með frekar stuttan þráð þessa daganna“

Polly sagði að faðir hennar væri kominn með málið á heilann og þráði ekkert heitar en afsökunarbeiðni frá Paltrow.

Ekkert sem bendi til að um ýkjur sé að ræða

Lögmenn Paltrow hafa haldið því fram að Sanderson hafi ýkt meiðsli sín.

Taugalæknirinn Alina Fong hefur neitað þeim ásökunum og sagt að hún hafi greint Sanderson með eftirheilahristingsheilkenni (PCS) og segir að hann megi rekja til slyssins.

„Þetta hefur algjörlega breytt lífi hans, líkamlega, tilfinningalega, líffræðilega – og hann hefur fundið fyrir afleiðingum á öllum þessum sviðum.“

Engar sannanir væru fyrir því að Sanderson væri að gera sér upp meiðslin. Hann hafi mætt í alla bókaða tíma til hennar og lagt sig fram í meðferð sinni. Hún hafi hvatt hann til að halda lífi sínu áfram eins og hann gæti, þar á meðan með því að ferðast erlendis, en þó bent honum á að hann ætti helst ekki að ferðast einn því hann glími við minnisglöp og annað. Þetta var svar við upphafsávarpi lögmanna Paltrow sem sgöðu að það væri undarlegt að maður sem væri, eins meiddur og Sanderson héldi fram að hann væri, að ferðast svona mikið.

Í dag bar læknirinn Richard Boehne vitni en hann sagði að ómögulegt hefði verið fyrir lækninn, Terry Sanderson, að hljóta þá áverka sem hann hlaut nema ef leikkonan hefði hafnað aftan á honum. Ekki væri mögulegt að áverkarnir hefðu komið fram við það að hann hefði hafnað á leikkonunni.

Mótmæltu góðgæti

Fleiri sérfræðingar hafa borið vitni um ástand Sanderson og kom fram í vitnisburði þeirra að líf hans sé gjörbreytt eftir slysið og geti hann ekki lengur notið sömu lífsgæða og hann áður naut. Hann til að mynda geti ekki farið í vínsmökkun og stundað sjálfboðaliðastörf sem hann hafi áður gert.

Það vakti einnig athygli í málinu þegar öryggislið Paltrow bauðst til að koma með góðgæti handa starfsmönnum dómstólsins til að þakka þeim fyrir þeirra störf. Lögmenn Sanderson mótmæltu þessari beiðni þar sem þeim hafi ekki verið gert viðvart um hana fyrir fram. Dómarinn, Kent Holmberg, afþakkaði boðið þá pent.

„Ok það eru mótmæli svo þakka þér, en nei takk.“

Lögmenn Paltrow eiga eftir að leiða fram sín vitni og er talið að þeir muni einbeita sér nokkuð að heilsufari Sanderson fyrir slysið en hann hafi verið farinn að glíma við heyrnarskerðingu og sjónskerðingu eftir heilablóðfall.

Paltrow á enn eftir að gefa aðilaskýrslu sína en aðalmeðferðin mun halda áfram eftir helgi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ásdís Rán kemur með glamúrinn á OnlyFans

Ásdís Rán kemur með glamúrinn á OnlyFans
Fókus
Í gær

Hasar í fegurðarsamkeppni – Eiginmaður trylltist á sviði yfir að hans kona var ekki valin sú fegursta

Hasar í fegurðarsamkeppni – Eiginmaður trylltist á sviði yfir að hans kona var ekki valin sú fegursta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins