fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fókus

Piotr lætur drauma langveikra barna rætast með sýndarveruleika

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. mars 2023 17:32

Piotr kynnir stúlku fyrir sýndarveruleikagleraugunum í Varsjá Póllandi árið 2018. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Piotr Aleksander Lój, frumkvöðull á sviði sýndarveruleika, er eigandi og stofnandi Virtual Dream Foundation. Piotr hefur búið og starfað á íslandi síðustu tvö ár.

Piotr hefur í samstarfi við Góðvild séð til þess að draumar langveikra barna og einstaklinga með þroskahömlun verði að veruleika. Með notkun sýndarveruleikagleraugna er heimurinn færður til barna sem eiga ekki kost á að fara sjálf á staðinn og/eða geta ekki tekist á við líkamlegt verkefni.

Í færslu á Facebook deilir Piotr stuttu myndbandi og segir aðeins frá verkefninu:

„Þegar Sunna, undrastúlkan með AHC, sjaldgæfasta taugasjúkdóm í heimi, gat ekki synt þá færðum við sundlaugina til hennar og tókum hana í ferð umhverfis Ísland.
Þegar Ægir, einstakur drengur með Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdóminn, vildi fara í zipplínu þá tókum við upp flug til Hafnar og ferð með vinum í ziplínu í Vík.
Hjálmar og Ívar áttu sér draum um að keyra risajeppum, þannig að við fundum stærsta jöklatrukk heims og færðum hann til þeirra.
Þegar þú komst ekki að eldgosinu þá færði ég eldgosið til þín. Ég keyrði umhverfis Ísland í heilan mánuð og bauð einstaklingum með þroskahömlun að upplifa eldgosið.
Við aðstoðuðum fjölmargar fjölskyldur og skóla, og í samstarfi við Þroskahjálp þá útbjó ég myndbönd sem draga úr kvíða hjá einstaklingum með þroskahömlun, hjálpa þeim að aðlagast ferð með strætó eða að verja fyrsta deginum í sumarbúðunum í Reykjadal.“

Piotr segist nú þegar hafa gefið 17 stykki af sýndarveruleikagleraugum hér á landi og alls 50 víða um heim.

„Hver nýr draumur sem ég framleiði fer á sjúkrahús, skóla eða til fjölskyldu. Ég er eins manns fyrirtæki sem er að mestu styrktur af frjálsum framlögum, en á mér þann draum að meiri stöðugleiki verði í framleiðslunni hvað fjárhaginn varðar,“ segir Piotr.

Hann er nýlega búinn að skrá félagasamtök sín hérlendis, Virtual Dreams Iceland félagasamtök og segist þakklátur þeim sem geta styrkt hann til að halda starfsemi sinni áfram.

„Það myndi skipta mig, og alla þá sem ég færi heiminn til, miklu máli ef þú sérð þér fært að styrkja okkar með reglulegum greiðslu, hversu lítil sem upphæðin er.“

Þeir sem vilja styrkja Piotr og hans starf geta lagt inn á reikning Virtual Dream Iceland:
Kennitala: 411122-0500
Reikningur: 0133-26-007801

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ásdís Rán kemur með glamúrinn á OnlyFans

Ásdís Rán kemur með glamúrinn á OnlyFans
Fókus
Í gær

Hasar í fegurðarsamkeppni – Eiginmaður trylltist á sviði yfir að hans kona var ekki valin sú fegursta

Hasar í fegurðarsamkeppni – Eiginmaður trylltist á sviði yfir að hans kona var ekki valin sú fegursta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins