fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Sorglega sagan á bak við kúlustrákinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 15. mars 2023 19:58

Kúlustrákurinn David Vetter.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska kvikmyndin Bubble Boy kom út árið 2001 með Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki. Það sem margir vita ekki er að myndin er byggð á sögu raunverulegs drengs sem bjó allt sitt líf í plastkúlu.

David Vetter var kallaður kúlustrákurinn. Hann fæddist í september árið 1971 með mjög sjaldgæfan erfðasjúkdóm, SCID (severe combined immunodeficiency) sem ræðst á ónæmiskerfið svo líkaminn getur ekki barist gegn sýkingum.

David Vetter í kúlunni.

Læknar áttuðu sig fljótlega á því að David litli þyrfti að vera í sótthreinsaðri plastkúlu því hann mátti ekki komst í snertingu við umheiminn.

Alla sína ævi dvaldi hann í plastkúlu á sjúkrahúsi í Houston í Bandaríkjunum.

Þetta var mjög einangruð tilvera en þrátt fyrir þessar miklu hömlun bjó David sér til líf inni í kúlunni sinni. Hann elskaði að lesa vísindaskáldsögur og átti stóra drauma um líf fyrir utan plastið.

Hann var náinn fjölskyldu sinni en foreldrar hans máttu þó ekki snerta hann.

Hann var tólf ára þegar hann fékk koss frá móður sinni í fyrsta skipti. Þá var hann mjög veikur og læknar þurfti að taka hann úr plastkúlunni til að skoða hann. David lést skömmu síðar, árið 1984 af völdum sýkingar aðeins tólf ára gamall.

Úr DV þann 16. febrúar 1984, hann lést sex dögum síðar.

Saga hans vakti mikla athygli um heim allan. Hann varð eins konar stjarna í Bandaríkjunum og hafa verið gerðar bíómyndir og Broadway söngleikur um sögu hans.

Það mætti segja að líf og arfleifð David hafi haft mikil áhrif á læknavísindi og samfélagið. Saga hans vakti athygli á sjaldgæfum erfðasjúkdómum og mikilvægi rannsókna í þágu vísinda, einnig sýndi það mikilvægi þess að hafa samkennd með sjúklingum sem glíma við alvarlega sjúkdóma.

Landlæknir samþykkti árið 2016 að skima alla nýbura á Íslandi fyrir SCID. Skimunin var sett upp á ónæmisfræðideild Landspítala í samstarfi við erfða- og sameindalæknisfræðideild og Barnaspítala Hringsins og hafa nýburar á Íslandi verið skimaðir síðan maí 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro