fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Fókus

Loreen sökuð um stuld á Eurovision-laginu sem flestir spá sigri í Liverpool

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 15. mars 2023 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska söngkonan Loreen er sökuð um höfundarréttarstuld á laginu Tattoo sem spáð er góðu gengi á lokakeppni Eurovision í Liverpool í maí. Netverjar hafa farið mikinn vegna málsins en Tattoo er sagt vera keimlíkt tveimur öðrum lögum. Laglínan er sögð vera úr laginu V Plenu sem kom út árið 2005, og upphafsstefið er sagt vera stolið úr laginu Flying Free sem kom út árið 1999.

Lagið Tattoo hefur slegið í gegn en það er meðal annars vinsælasta lag Íslands á Spotify þessa stundina. Þá telja veðbankar miklar líkur á því að sú sænska standi uppi sem sigurvegari á lokakeppni Eurovision. Hún er ekki alveg ókunn góðu gengi þar en eins og frægt varð sigraði Loreen keppnina árið 2012 með laginu Euphoria.

TikTok notandinn @i_kirill_you birti myndband þar sem hann bar saman laglínu Tattoo við lagið V Plenu með Mika Newton.

@i_kirill_you @Loreen #loreen #eurovision #миканьютон #sverige #украина #евровидение #fypシ #sweden ♬ Tattoo – Loreen

Netverjar skiptast í fylkingar og sumir segja þetta vera skýrt merki um stuld segja aðrir að þetta sé vinsæl laglína sem finnst í mörgum öðrum lögum.

Twitter-notandinn @PauGranger vakti athygli á að upphafsstef lagsins er mjög líkt upphafsstefi lagsins Fyling Free með Pont Aeri.

Eins og fyrr segir er Loreen talin sigurstranglegust í Eurovision í Liverpool í maí. Samkvæmt Eurovision World eru 40 prósent líkur á að hún muni vinna keppnina. Finnar koma næst, sigurlíkur þeirra eru 15 prósent og síðan Úkraína með 13 prósent líkur á sigri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fleiri gullmolar úr lesendabréfum dagblaðanna – „Mér finnst það mjög varhugavert að láta óharðnaða unglinga stunda þennan ósóma“

Fleiri gullmolar úr lesendabréfum dagblaðanna – „Mér finnst það mjög varhugavert að láta óharðnaða unglinga stunda þennan ósóma“
Fókus
Í gær

Hún var aðeins fimmtán ára – Mary þáði far hjá manni sem hjó af henni hendurnar, nauðgaði og henti fram af kletti

Hún var aðeins fimmtán ára – Mary þáði far hjá manni sem hjó af henni hendurnar, nauðgaði og henti fram af kletti
Fókus
Í gær

Jenný glímir enn við afleiðingar hryllilegs bílslyss í Hvalfirði – Keppir í dag í vaxtarrækt og hjálpar einstaklingum og dýrum: „Sérfræðingarnir sáu um að halda lífi í henni með tækjum og tólum“

Jenný glímir enn við afleiðingar hryllilegs bílslyss í Hvalfirði – Keppir í dag í vaxtarrækt og hjálpar einstaklingum og dýrum: „Sérfræðingarnir sáu um að halda lífi í henni með tækjum og tólum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mörgum finnst erfitt þegar þeir uppgötva að þeir séu hlekkur í langri keðju áfalla, meðvirkni eða ofbeldis“

„Mörgum finnst erfitt þegar þeir uppgötva að þeir séu hlekkur í langri keðju áfalla, meðvirkni eða ofbeldis“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Draumastarfið auglýst? Rík hjón auglýsa eftir kattapassara

Draumastarfið auglýst? Rík hjón auglýsa eftir kattapassara
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skiptineminn sem skrifaði greinina sem „hefði aldrei átt að vera birt“ stígur fram – Þetta hafði hún að segja um storminn á samfélagsmiðlum

Skiptineminn sem skrifaði greinina sem „hefði aldrei átt að vera birt“ stígur fram – Þetta hafði hún að segja um storminn á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Geggjað að gubba blóði yfir Harrison Ford

Geggjað að gubba blóði yfir Harrison Ford
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lady Gaga hljóp til að hjálpa ljósmyndara – Nú er hann harðlega gagnrýndur fyrir framkomu sína

Lady Gaga hljóp til að hjálpa ljósmyndara – Nú er hann harðlega gagnrýndur fyrir framkomu sína
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nína var fórnarlamb nýrrar tegundar óhugnanlegs netsvindls sem herjar á Íslendinga – „Þar inni voru klámmyndbönd undir mínu nafni“

Nína var fórnarlamb nýrrar tegundar óhugnanlegs netsvindls sem herjar á Íslendinga – „Þar inni voru klámmyndbönd undir mínu nafni“