fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Fókus

Fjarlægðu barn af heimili áhrifavalds vegna umdeilds myndbands

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 14. mars 2023 18:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sonur okkar hefur verið tekinn af okkur þar til barnavernd getur metið heimili okkar, því ég birti myndband af eiginmanni mínum leika við son okkar.“

Svona hefst myndband bandaríska áhrifavaldsins Savannah Glembin á TikTok. Hún virðist vera í miklu tilfinningalegu uppnámi en dagana þar á undan hafði hún sætt harðri gagnrýni netverja vegna myndbands sem hún birti á miðlinum.

Skjáskot/TikTok

Í því myndbandi var tæplega tveggja ára sonur hennar vafinn í plastfilmu, frá hálsi og niður að hnjám, með hendur fastar upp við síðu og gat ekki hreyft sig. Eiginmaður hennar og faðir drengsins var að færa drenginn og meðhöndla hann í plastfilmunni, á einum tímapunkti setti hann drenginn á kviðinn, sem hefði getað skapað mikla köfnunarhættu fyrir barnið.

Drengurinn virðist vera smá skelkaður í myndbandinu og er rauður í kringum nefið, sem mörgum fannst gefa til kynna að hann hafi verið grátandi á einhverjum tímapunkti.

Skjáskot/TikTok

Myndbandið vakti hörð viðbrögð netverja og voru hjónin í kjölfarið tilkynnt til barnaverndar sem fjarlægði drenginn af heimilinu tímabundið.

Savannah birti þá myndband á TikTok. „[Hann] var brosandi og hlæjandi, þetta var bara fyndið,“ sagði hún.

En netverjar voru ósammála og hryllir mörgum við myndskeiðið og telja það sýna misþyrmingu á barni.

TikTok-notandinn Aunt Karen birtir hluta af upprunalega myndbandinu, sem Savannah eyddi, og varar viðkvæma við myndbandinu.

„Ég skil ekki hvað er svona fyndið við þetta. Ég skil ekki hvernig það er fyndið að setja barnið þitt í óþægilegar aðstæður og að deila því síðan á netinu. Þið gerðuð þetta ekki aðeins ykkur til skemmtunar, heldur einnig hélduð þið að öðrum myndi finnast þetta gaman,“ segir Aunt Karen.

„Ég var skelfingu lostin þegar hann datt fram fyrir sig, ég hélt hann myndi kafna,“ sagði einn netverji.

„Hann var grátandi, nefið hans er rautt,“ sagði annar.

Annar netverji sagði að drengnum hafi örugglega verið mjög heitt þar sem hann var vafinn í mikið plast.

@savannahglembin♬ original sound – Savannah Glembin

Savannah kom sér og eiginmanni sínum til varnar og sagðist vera miður sín vegna málsins.

„Ég gerði stærstu mistök lífs míns þegar ég birti myndbandið. Í alvöru, hann var að hlæja og brosa og var kominn úr plastinu eftir fimm mínútur,“ sagði hún.

Netverjar hafa bent á að hún hafi sagt að stærstu mistök lífs hennar voru að birta myndbandið, en ekki að framkvæma athæfið.

Drengurinn er kominn aftur heim til foreldranna en Savannah sagði að hann væri „kominn heim,  þar sem hann á heima.“

@savannahglembinCPS cleared us of wrongdoing and determined our home, with us, is a safe one for our son, despite that…a hard lesson was learned, a mistake we will never make again, this weekend was extremely traumatic for us as a family and will be taking time away to heal♬ Look After You – The Fray

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hver er dularfulla konan sem gerði allt vitlaust á Met Gala?

Hver er dularfulla konan sem gerði allt vitlaust á Met Gala?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey vaknaði með slæman hausverk – Lá nokkrum tímum síðar á milli heims og helju á sjúkrahúsi

Laufey vaknaði með slæman hausverk – Lá nokkrum tímum síðar á milli heims og helju á sjúkrahúsi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er mjög meðvituð um að ég á bara þetta eina líf sem Katrín Myrra“

„Ég er mjög meðvituð um að ég á bara þetta eina líf sem Katrín Myrra“