fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Undraverð fæðingarsaga Huldu – „Á leiðinni niður birtist fótur, enn í belgnum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 6. febrúar 2023 10:33

Hulda Vigdísardóttir. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 30. janúar síðastliðinn fékk Hulda Vigdísardóttir bestu afmælisgjöf fyrr og síðar. Sonur hennar og flugmannsins Birgis Arnar Sigurjónssonar mætti með hraði í heiminn en litlu munaði að hún hefði fætt drenginn á stigaganginum heima.

Hulda er málfræðingur, flugfreyja, fyrirsæta og fyrrverandi fegurðardrottning. Parið opinberaði óléttuna í desember þegar Hulda var komin átta mánuði á leið.

Litli drengurinn, eða daðlan eins og parið kallaði krílið á meðgöngunni, kom með hvelli og næstum því á afmælisdegi mömmu sinnar.

Hulda varð 29 ára þann 29. janúar og átti góðan afmælisdag með fólkinu sínu. Nokkrum tímum eftir að hún fór að sofa vaknaði hún til að fara á salernið.

„Áður en við vissum af vorum við þó komin upp á fæðingardeild. Ég þvertók reyndar fyrir að fara því ég var handviss um að ekkert væri að gerast en sem betur fer hafði Birgir vit fyrir mér og ég samþykkti það loks með tregðum. Hann tók mig í fangið og hélt á mér niður stigann (fjórar hæðir) en á leiðinni niður birtist fótur döðlu, enn í belgnum, undir fínu Minions-náttbuxunum hans Birgis og því var ekki um annað að ræða en að fá bláar sírenur út Bergstaðastræti,“ segir Hulda í færslu á Instagram.

„Mamma mín sem ætlaði að keyra okkur fylgdi fast á eftir sjúkrabílnum en ég bað sjúkraflutningamanninn vinsamlegast að keyra hægar því með hverri hraðahindruninni, fannst mér litli kútur vera kominn lengra út og það mátti hann alls ekki. Ég þurfti að „halda í mér“ þar sem barnið var ekki í höfuðstöðu og þessi eina gata að heiman og á spítalann hefði ekki mátt vera lengri því litla kút lá svo rosalega á að koma í heiminn […] Um leið og ég fékk leyfi til að rembast skaust litli prinsinn í heiminn í einum rembingi. Hann kom út í sigurkufli, eins og amma sín sem rétt náði að vera viðstödd líka og sá þegar belgurinn var klipptur. Ég fékk strákinn okkar í fangið og mér fannst mig hljóta að vera að dreyma. Hvernig hafði ég bara vaknað rétt áðan heima til að fara á salernið en verið hér núna með þennan gullfallega mola í fanginu?“

Hulda skrifaði fallega færslu um fæðinguna sem má lesa í heild sinni hér að neðan. „Ég fékk bókstaflega allar mínar óskir uppfylltar þessa afmælisnótt og hjarta mitt er fullt af þakklæti,“ segir hún.

Fæðingarsaga Huldu í heild sinni:

„Litla daðlan okkar Birgis mætti með hvelli aðfararnótt mánudags. Fullkominn lítill drengur sem lét sko ekki bíða eftir sér en beið þó þangað til allir afmælisgestir voru farnir og mamman búin að opna síðustu gjafirnar þar sem hann vildi jú vera aðalpakkinn. Við fórum að sofa um klukkan tvö og nokkrum tímum síðar vaknaði ég til að fara á salernið. Áður en við vissum af vorum við þó komin upp á fæðingardeild. Ég þvertók reyndar fyrir að fara því ég var handviss um að ekkert væri að gerast en sem betur fer hafði Birgir vit fyrir mér og ég samþykkti það loks með tregðum. Hann tók mig í fangið og hélt á mér niður stigann (4 hæðir) en á leiðinni niður birtist fótur döðlu, enn í belgnum, undir fínu Minions-náttbuxunum hans Birgis og því var ekki um annað að ræða en að fá bláar sírenur út Bergstaðastræti. Mamma mín sem ætlaði að keyra okkur fylgdi fast á eftir sjúkrabílnum en ég bað sjúkraflutningamanninn vinsamlegast að keyra hægar því með hverri hraðahindruninni, fannst mér litli kútur vera kominn lengra út og það mátti hann alls ekki. Ég þurfti að „halda í mér“ þar sem barnið var ekki í höfuðstöðu og þessi eina gata að heiman og á spítalann hefði ekki mátt vera lengri því litla kút lá svo rosalega á að koma í heiminn. Í bílnum bað ég Birgi að syngja fyrir mig og hann söng „Gamla Nóa“ hástöfum alla leið inn á fæðingarstofu 1 þar sem yndislegar ljósmæður og hjúkrunarfræðingar tóku á móti okkur. Ég náði reyndar ekki neinu nafni fyrr en allt var afstaðið því um leið og ég fékk leyfi til að rembast skaust litli prinsinn í heiminn í einum rembingi. Hann kom út í sigurkufli, eins og amma sín sem rétt náði að vera viðstödd líka og sá þegar belgurinn var klipptur. Ég fékk strákinn okkar í fangið og mér fannst mig hljóta að vera að dreyma. Hvernig hafði ég bara vaknað rétt áðan heima til að fara á salernið en verið hér núna með þennan gullfallega mola í fanginu?

Hvernig hafði ég bara vaknað rétt áðan heima til að fara á salernið en verið hér núna með þennan gullfallega mola í fanginu? Dagurinn varð reyndar allur þannig og við Birgir erum held ég enn að átta okkur á þessu öllu saman. Ég hafði meira að segja gantast með það nokkrum sinnum við mömmu að kannski kæmi drengurinn bara í sigurkufli eins og hún en hvorug okkar átti nú von á því að það myndi gerast í raun og veru. Eftir fæðingu leit Birgir upp og sá hláturgas fyrir ofan rúmið, hló og sagði: Sko, það gafst nú ekki einu sinni tími til að hugsa út í þetta. Og það var líka rétt; allar pælingarnar (og áhyggjur af minni hálfu) um mænurótardeyfingu, hláturgas, vendingu, bað og annað reyndust óþarfar (þó vissulega séum við fróðari um efnið sem er gott). Þetta gerðist allt svo ótrúlega hratt en á svo lygilega fullkominn máta að ég trúi því varla enn. Litli kútur passaði líka upp á að pabbi væri heima en það munaði einum sólarhringi að Birgir hefði þurft að hoppa út í vinnu í örfáa daga áður en fæðingarorlofið hans byrjaði. Ég fékk bókstaflega allar mínar óskir uppfylltar þessa afmælisnótt og hjarta mitt er fullt af þakklæti.

Veðrið var alveg eins og þegar ég fæddist og því hvarf mamma víst smá aftur á bak í tímann þegar hún mætti aftur upp á fæðingardeild sléttum 29 árum og nokkrum klukkustundum seinna á meðan að hvítum snjókornum kyngdi fyrir utan.

Eftir fæðingu, fengum við Birgir og litli prinsinn stofu 29-1 á sængurkvennadeildinni (sem mér fannst líka skemmtileg tilviljun því það er eins og afmælisdagurinn, 29. janúar) með útsýni á Hallgrímskirkju, tvö rúm, ísskáp, hægindastól og fleira. Mér leið eiginlega smá eins og á lúxushóteli en ekki spítala og þarna nutum við þess að borða kökuafganga úr afmælisveislunni á meðan við dáðumst að litla molanum okkar sem er svo vær og góður. Ljósmæðurnar, hjúkrunarfræðingarnir og allir á Landsspítalanum hugsuðu mjög vel um okkur og við erum mjög þakklát fyrir allt. Annars erum við bara búin að hafa það kósí síðan við komum heim á miðvikudaginn og hlökkum til að takast á við komandi verkefni og öll ævintýrin sem framtíðin ber í skauti sér. Fyrst og fremst erum við þakklát fyrir fullkomna prinsinn okkar. Ég er líka ánægð að hann kom eftir miðnætti og fær að eiga sinn eigin afmælisdag. Birgir gaf mér einmitt 29 fallegar bleikar rósir á afmælisdaginn minn í tilefni 29 ára 29. janúar og í veislunni gaf frænka mín mér eina enn sem mér finnst táknræn og tilætluð honum. Rósirnar bleiku eru því 30 núna á stofuborðinu okkar og standa fyrir fæðingardaginn hans, 30. janúar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Í gær

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell