fbpx
Mánudagur 29.maí 2023
Fókus

Kvaddi kærustuna skömmu eftir að sakamálaþátturinn fór í loftið – Fjórum tímum síðar var hann látinn og sannleikurinn kominn í ljós

Fókus
Föstudaginn 3. febrúar 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars árið 1991 kom kona að nafni Mary heim til sín að kvöldi til. Þar hitti hún fyrir kærastann sinn Hank sem hafði lagt bíl sínum í innkeyrsluna hjá henni, sem var undarlegt því vanalega lagði hann bílnum inn í bílskúr.

Þegar Mary var komin inn sagði Hank henni að móðir hans væri alvarlega veik og hann þyrfti nauðsynlega að fara til hennar. Bað hann Mary að smyrja handa sér samlokur fyrir ferðina.

Mary þótti eitthvað undarlegt við framkomu Hank en var ekki viss hvað það væri. Hank pakkaði saman fötum, og svo kvaddi hann. Mary gat séð að eitthvað angraði hann og einhvern veginn hafði hún það á tilfinningunni að þetta væri í síðasta skiptið sem hún sæi hann.

Það reyndist rétt hjá henni. Þetta sama kvöld hafði í sjónvarpinu verið sýndur þáttur af sönnu sakamálaþáttunum Unsolved Mysteries. Þar var fjallað um mann að nafni Dennis DePue og þetta kvöld í mars áttaði Mary sig á því að maðurinn sem hún þekkti sem Hank væri í raun á flótta undan lögreglunni eftir að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína.

Gífurleg stjórnsemi og vænisýki

Dennis Henry DePue fæddist árið 1943 í Michigan og árið 1971 giftist hann Marilynn sem var ráðgjafi í gagnfræðisskóla. Þau áttu saman þrjú börn, tvær stúlkur og einn dreng.

En hjónabandið var ekki hamingjusamt. Dennis var gífurlega stjórnsamur og haldinn vænisýki. Eðlilega hafði það neikvæð áhrif á hjónabandið og fór svo að eftir átján ára hjónaband, árið 1989, fékk Marilynn nóg og sótti um skilnað.

Hún sagði við lögmenn sína að hún væri viss um að Dennis væri að gera allt hvað hann gæti til að eyðileggja líf hennar, enda vildi hann ekki skilnaðinn. Engu að síður fékkst skilnaðurinn í gegn og fékk Dennis umgengni við börn sín aðra hvora helgi.

Dennis hélt þó áfram að reyna að hafa einhverja stjórn á fjölskyldu sinni, en það hafði þau áhrif á að Marilynn þurfti að skipta um lása á heimili sínu og börnin fóru að reyna að komast undan því að þurfa að hitta föður sinn.

Grátbáðu hann að hætta

Svo fór að á páskunum árið 1990 kom Dennis til að sækja börn sín í umgengni. Yngri dóttir hans hafði neitað að fara með honum og þegar Dennis fór inn í húsið reyndi sonur hans að komast undan því líka. Þegar Marilynn reyndi að skerast í leika varð Dennis brjálaður og fór að öskra á hana. Hann greip svo í hana og hrinti niður strigann. Svo hljóp hann niður á eftir henni og gekk í skrokk á henni, á meðan börnin grátbáðu hann um að hætta.

Elsta dóttir þeirra, Jennifer, hljóp til nágrannanna til að hringja á lögregluna og á meðan bar Dennis Marilynn, sem var alvarlega slösuð, upp stigann, henti henni inn í bíl sinn og sagði börnunum að hann væri að fara með hana á sjúkrahús.

Það var þó lygi og hófst strax umfangsmikil leit að þeim, enda hafði Marilynn ekki skilað sér á neitt sjúkrahús.

Vanstilltur ökumaður og blóðugt lak

Síðar þennan dag voru hjónin Ray og Marie Thorton í sunnudagsbíltúr þegar bíll ók framhjá þeim á miklum hraða. Nokkrum mínútum seinna sáu þau sama bíl sem hafði lagt við yfirgefinn skóla. Marie sá þá ökumann bílsins haldandi á blóðugu laki.

Marie og Ray íhuguðu að hringja í lögregluna en áður en þau höfðu tækifæri á því kom bíllinn æðandi og ók alveg ofan í þeim þó nokkurn spöl. Fóru þau að óttast hvað bílstjórinn ætlaði sér að gera og ákváðu að beygja út af þjóðveginum. Á sama tíma nam hinn bíllinn staðar og sáu þau ökumanninn skipta um bílnúmer.

Ray og Marie ákváðu að fara aftur að yfirgefna skólanum og fundu þar blóðuga lakið og hringdu í lögregluna. Þá komust þau að því að maðurinn sem þau höfðu séð væri Dennis DePue. Lögreglan taldi nú ljóst að Dennis hefði ráðið Marilynn af dögunum. Það var þó ekki ljóst fyrr en daginn eftir þegar lík hennar fannst á afskekktum vegi. Hún hafði verið skotin einu sinni í höfuðið og Dennis var búinn að láta sig hverfa. Áður en hann lét sig hverfa sendi hann þó fjölda furðulegra og illskiljanlegra bréfa á vini og vandamenn þar sem hann reyndi að réttlæta það að hafa myrt Marilynn og sagði að hún hefði átt það skilið.

Fjórum tímum síðar var hann látinn

Þá víkur sögunni aftur til ársins 1991. „Hank“ kærasti Mary var í raun Dennis DePue og hann hafði séð þátt af Unsolved Mysteries þar sem fjallað var um hann. Virðist hann hafa áttað sig á því að nú væri líklega að fara að komast upp um hann og ákvað hann að gera vonleysislega tilraun til að komast undan.

Kunningi Mary hafði líka horft á þáttinn og hringdi til lögreglu og gaf þeim númerið á bíl Dennis. Fjórum tímum síðar var Dennis látinn. Þegar lögreglumenn komu auga á bíl hans reyndi hún að stöðva för hans. Hann varð þó ekki við þeim fyrirmælum og upp hófst 24 kílómetra eltingaleikur þar sem hann ruddist í gegnum tvær götulokanir. Lögregla hóf þá að skjóta á dekk bílsins til að fá hann til að stöðva. Að lokum nam Dennis staðar og skaut nokkrum skotum út úr bíl sínum í átt að lögreglumönnum. Að lokum greip hann byssuna og tók eigið líf. Er talið að Dennis hafi vitað að lífi hans væri lokið og hafi hann ákveðið að falla annað hvort fyrir eigin hendi eða fá lögreglu til að gera það fyrir hann.

Saga DePue vakti mikla athygli, einkum fyrir það hvernig Unsolved Mysteries sýndu frásögn Ray og Marie Thorton og hvernig Dennis hafði ekið alveg ofan í þeim. Varð sú frásögn innblástur að upphafsatriði í hrollvekjunni Jeepers Creepers.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hætti eftir niðurlægjandi kröfu leikstjóra

Hætti eftir niðurlægjandi kröfu leikstjóra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Berglind Festival með eigin þátt: Vikulok með Berglindi

Berglind Festival með eigin þátt: Vikulok með Berglindi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist hafa verið plötuð í frægasta fjölkæra samband Hollywood

Segist hafa verið plötuð í frægasta fjölkæra samband Hollywood
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dánarorsök Tinu Turner opinberuð

Dánarorsök Tinu Turner opinberuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sögulegar sættir innan seilingar? Britney hitti loks mömmu sína aftur

Sögulegar sættir innan seilingar? Britney hitti loks mömmu sína aftur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tuttugu og sex börn, á aldrinum fimm til fjórtán ára, voru grafin lifandi í sextán klukkustundir

Tuttugu og sex börn, á aldrinum fimm til fjórtán ára, voru grafin lifandi í sextán klukkustundir