fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Fókus

Hin skelfilega hungursneyð í Rússlandi – Fólk leitaði uppi nýlegar grafir og hirti líkin til átu eða sölu

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 21:59

A Russian couple sell human parts on a market. People of Russia began to eat and sell human limbs due to the food struggle, part of the Russian famine of 1921. (Photo by: Universal History Archive/UIG via Getty Images) Russian famine - cannibalism

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á myndinni til til vinstri má sjá hjón selja mannnakjöt á markaði í Rússlandi. Fyrir allra augum. Til hægri má sjá börn sem sum hafa hugsanlega lagt mannakjöt sér til munns, í örvæntingarfullri tilraun foreldra þeirra að halda í þeim lífinu. 

Á árunum 1921 til 1922 gekk skelfileg hungursneyð yfir Rússland. Svo skelfileg að hún er talin með mestu hörmungum síðustu aldar. 

Fátækt meðal bænda í Rússlandi var gríðarleg, vélar og tæki svo til óþekkt, sjúkdómar og erfiðisvinna rak fólk í gröfina fyrir aldur fram og veðurfar óútreiknanlegt. 

Árið 1921 kom varla dropi úr lofti með tilheyrandi uppskerubrest og hungri. 

Ljósmynd tekin í Rússlandi 1921.

Ríkisstjórn hinna fremur nýstofnuðu Sovétríkjanna var engan vegin í stakk búin til að takast á við málið og gerði í raun illt verra með með rangri ákvarðanatöku. Til að mynda höfðu bændur almennt geymt hluta uppskeru sinnar til að eiga á hallæristímum en stjórnin hafði gert alla umframbyrgðir upptækar sem varaforða fyrir herinn.

Svo fór að Sovétstjórnin neyddist til að þiggja aðstoð alþjóðasamfélagsins og kom hún einna helst frá bandarískum hjálparsamtökum. 

Ástandið var ólýsanlegt. Börn og fullorðnir lágu á götum, ýmist látnir eða við dauðans dyr af hungri.

Hjón selja mannakjöt á markaði.

Enginn hafði orku í að jarða fólkið. Og eftir því sem líkin hrúguðust upp spruttu upp farsóttir á við taugaveiki, bólusótt og kóleru, sem drógu enn fleiri til dauða. 

Það er talið að allt að átta milljón manns hafi farist af hungri og farsóttum á árunum 1921 til 1922. 

Fólk át allt sem fyrir varð í örvæntingu sinni; dýrahræ, fræ, trjábörk, rætur, gras og illgresi. 

Jafnvel mannakjöt. 

Fólk sturlað af hungri

Sagnfræðingar eru nokkuðu einhuga um að fólk hafi gripið til þess örþrifaráðs að leggja mannakjöt sér til munns í hungursneyðinni en enginn veit í raun hversu útbreitt það var og eflaust eru sumar frásagnir ýktar.

Aftur á móti er morgunljóst að í fjölmörgum tilfella var mannakjöt selt sem sem kjöt af skepnum á hinum svarta markaði matvæla sem þá blómstraði. 

Bæði Rússar og erlendir starfsmenn hjálparsamtaka sögðust hafa séð fólk, sturlað af hungri, skipta á milli sín líkamspörtum látins fólk sem lá á á víðavangi. Einnig eru til vitnisburðir fólks sem sá fólk leita uppi nýlegar grafir, grafa upp kisturnar og hirða líkin til átu eða sölu. 

Ljósmynd tekin í Rússlandi 1921.

Yngstu börnin voru yfirleitt fyrst fjölskyldumeðlima til að deyja úr hungri og gripu örvæntingarfullar fjölskyldur til þess að fæða eldri börnin á yngri systkinum sínum til að bjarga lífi þeirra. 

Einn hjálparstarfsmaður, sem aðstoðaði við að fjarlægja lík í baráttunni við smitsjúkdóma, sagði síðar að kona ein hefði neitað að afhenda lík eiginmanns síns þar sem um líkið væri næring fyrir börn hennar. 

Í dagbók frá 1921 skrifaði maður nokkur: „Fjölskyldur eru farnar að grípa til þeirra örþrifaráða að myrða fjölskyldumeðlimi sína, deyi þeir ekki nóg hratt.

Feður, afar og börn eru myrt og étin. Það er enn hægt að fá pylsur á svarta markaðnum en mér er sagt að þær séu flestar úr mannakjöti. Samt slæst fólk yfir að fá þær.“ 

Ljósmynd tekin í Rússlandi 1921.

Sjálfur Lenín samþykkti að Bandaríkin sendu 300 manna hjálparteymi og gaf leyfi fyrir að 120 þúsund Rússar voru ráðnir ´til hjálparstarfa. Bandaríkin sendu einnig rúmlega milljón tonn af korni og dreifðu matarskömmtum fyrir allt að tíu milljón manns á dag. 

Sovétstjórnin neitaði samt ávallt opinberlega að alþjóðasamfélagið hefði komið til aðstoða, hvað þá Kanarnir.

Mestu þurrkunum lauk 1923 en þetta hörmungartímabil var einnig  þurrkað út úr sögubókum Sovétríkjanna.

En ljósmyndir á við þessa segja allt sem segja þarf. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Edda Falak braut lög

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hödd og Andri Freyr nýtt ofurpar

Hödd og Andri Freyr nýtt ofurpar
Fókus
Í gær

Þessu hvíslaði Gwyneth Paltrow að lækninum sem kærði hana eftir að hún vann málið

Þessu hvíslaði Gwyneth Paltrow að lækninum sem kærði hana eftir að hún vann málið
Fókus
Í gær

Jake Paul og „kynþokkafyllsti skautahlaupari í heimi“ stinga saman nefjum

Jake Paul og „kynþokkafyllsti skautahlaupari í heimi“ stinga saman nefjum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jeremy Renner stígur fram í fyrsta viðtalinu síðan hann lenti í slysinu – „Ég var með meðvitund allan tímann“ 

Jeremy Renner stígur fram í fyrsta viðtalinu síðan hann lenti í slysinu – „Ég var með meðvitund allan tímann“