fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fókus

Fékk nálgunarbann gegn manni sem er sannfærður um skyldleika þeirra

Fókus
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Keanu Reeves hefur fengið nálgunarbann gegn manni sem heldur því fram að þeir séu skyldir.

Lögmaður Reeves lagði fram beiðnina fyrir dómstólum í Los Angeles á þriðjudag til að vernda Reeves og kærustu hans, Alexöndru Grant frá manni sem þau segja að hafi áreitt þau mánuðum saman.

Umræddur maður heitir Bryan Keith Dixon og er 38 ára gamalt. Hann er sagður hafa komið óboðinn inn á eign Reeves í Hollywood Hills sex sinnum frá því í nóvember á síðasta ári og reyndi í öll skiptin að komast í samband við Reeves.

Þetta gekk svo langt að Reeves þurfti að ráða öryggisteymi til að rannsaka málið.

Dixon hefur ítrekað deilt því á samfélagsmiðlum að hann og Reeves séu blóðskyldir og kallar hann sig í þeim færslum – Jasper Keith Reeves. Segir hann að það sé hans vilji að leikarinn verði lögráðamaður hans.

Er Dixon sagður hafa skilið eftir bakpoka á eign leikarans þar sem finna mátti DNA-próf, en það mun hafa verið tilraun Dixon til að sanna skyldleika sinn við Reeves. Leikarinn hefur þó þverneitað þessum meintu blóðtengslum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Reeves þarf að óska eftir nálgunarbanni. Árið 2014 var hin fimmtuga Kerry Colen Raus úrskurðuð í nálgunarbann eftir að hún fannst á heimili Reeves þar sem hún hafði meðal annars synt í sundlaug hans og farið í sturtu inn á heimili Reeves. Samkvæmt gögnum frá dómstólum hafði Raus glímt við andleg veikindi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Mugison í frasaleit – Fjölmargir komu til bjargar

Mugison í frasaleit – Fjölmargir komu til bjargar
Fókus
Í gær

Ingvar færði Píeta gjöf við opnun einkasýningar sinnar

Ingvar færði Píeta gjöf við opnun einkasýningar sinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarna bráðkvödd aðeins 30 ára – Fékk fyrsta mígreniskastið fyrir nokkrum mánuðum

TikTok-stjarna bráðkvödd aðeins 30 ára – Fékk fyrsta mígreniskastið fyrir nokkrum mánuðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nick Cannon segir að Mariah Carey sé „ekki mennsk“

Nick Cannon segir að Mariah Carey sé „ekki mennsk“
FókusMatur
Fyrir 2 dögum

Harissa chilli-maukið kynnt til leiks í eins árs afmæli Mabrúka

Harissa chilli-maukið kynnt til leiks í eins árs afmæli Mabrúka
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kolféllum fyrir útsýninu hér“

„Kolféllum fyrir útsýninu hér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðvörun breskrar fjölmiðlakonu um Bláa lónið vekur athygli milljóna

Aðvörun breskrar fjölmiðlakonu um Bláa lónið vekur athygli milljóna
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég fékk krabbamein og hummaði fram af mér einkennin“

„Ég fékk krabbamein og hummaði fram af mér einkennin“