fbpx
Mánudagur 04.mars 2024
Fókus

Steve-O stundaði ekkert kynlíf í 430 daga – „Ég sagði henni nákvæmlega hvað ég hefði gengið í gegnum“

Fókus
Mánudaginn 4. desember 2023 09:04

Lux Wright og Steve-O.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jackass-stjarnan Steve-O opnaði sig á dögunum um baráttu sína við áfengis- og eiturlyfjafíkn og síðar baráttu við stjórnlausa kynlífsfíkn sem hann náði loksins tökum á.

Steve-O var gestur í hlaðvarpsþættinum What‘s Underneath þar sem þetta kom meðal annars fram. Steve-O, sem er 49 ára og heitir réttu nafni Stephen Gilchrist Glover, sló í gegn í Jackass á sínum tíma þar sem hann og félagar hans gerðu allskonar áhættuatriði áhorfendum til skemmtunar.

Það er ekki öllum gefið að halda andlegu jafnvægi þegar komist er á framabraut og segist Steve-O hafa neytt áfengis og eiturlyfja í óhófi framan af.

Ekki nóg með það heldur þjáðist skemmtikrafturinn af mikilli kynlífsfíkn seinna meir og segist hann hafa stundað það að hitta kvenkyns aðdáendur sína til þess eins að stunda með þeim kynlíf og aldrei tala við þær aftur.

Þetta var orðið að svo stóru vandamáli hjá kappanum að hann ákvað að leita sér hjálpar. Það varð til þess að hann stundaði ekkert kynlíf í alls 431 dag, eða þar til hann hitti ástina í lífi sínu.

„Það gekk á ýmsu til að byrja með og það voru ljón í veginum. Það var mælt með skírlífi í 30 til 90 daga en ég endaði á að taka 431 dag af skírlífi. Mitt markmið var að verða maðurinn sem ástin í mínu lífi á skilið,“ sagði hann meðal annars. Hann hefur verið í sambandi með Lux Wright frá árinu 2016 og virðist hann vera kominn á beinu brautina.

„Við fórum á fullt á stefnumótum og fyrsti kossinn kom ekki fyrr en eftir mánuð. Ég sagði henni nákvæmlega hvað ég hefði gengið í gegnum og að árangur minn í samböndum hingað til væri ekki merkilegur. En við gerðum þetta rétt, erum búin að vera saman í sjö ár og ég hef aldrei efast um það í eina sekúndu að hún sé ekki sú rétta fyrir mig.“

Steve-O segist vera mjög stoltur af sjálfum sér og ekki eiga nein leyndarmál lengur. „Ég er stoltur af því hvernig ég lifi lífi mínu í dag og stoltur af því hver ég er orðinn. Ég er endalaust þakklátur fyrir að hafa fundið tilgang lífsins,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný auglýsing Mottumars: Þjóðþekktir karlmenn í Kallaútkalli

Ný auglýsing Mottumars: Þjóðþekktir karlmenn í Kallaútkalli
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komust óvart í návígi við ítölsku mafíuna – „Við vorum með þrílæstar dyr og stóla fyrir hurðinni“

Komust óvart í návígi við ítölsku mafíuna – „Við vorum með þrílæstar dyr og stóla fyrir hurðinni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Systur standa með Bashar alla leið – „Það er mikill heiður að fá að leggja honum lið“

Systur standa með Bashar alla leið – „Það er mikill heiður að fá að leggja honum lið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Farþegi í áfalli yfir framkomu flugfreyju – „Ég hef flogið yfir þúsund sinnum og hef aldrei lent í þessu“

Farþegi í áfalli yfir framkomu flugfreyju – „Ég hef flogið yfir þúsund sinnum og hef aldrei lent í þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sveinn gengur Jakobsveginn til minningar um eiginkonu sína – „Að hluta uppgjör við sorg krabbameinsferlisins“

Sveinn gengur Jakobsveginn til minningar um eiginkonu sína – „Að hluta uppgjör við sorg krabbameinsferlisins“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ómar gagnrýnir fjölmiðlafólk fyrir að nota þessi tvö tískuorð stöðugt

Ómar gagnrýnir fjölmiðlafólk fyrir að nota þessi tvö tískuorð stöðugt