fbpx
Laugardagur 24.febrúar 2024
Fókus

Dagbjört lýsir atvikinu þegar hún öðlaðist andlega vakningu – „Ég leit niður og það var engin hönd þarna. Mér brá svo við það að ég féll í yfirlið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 10. desember 2023 19:59

Dagbjört Rúriks/Aðsend mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og lagahöfundurinn Dagbjört Rúriksdóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Andleg vakning

Stuttu eftir að Dagbjört varð edrú í lok árs 2019 öðlaðist hún andlega vakningu á kirkjusamkomu. „Sponsorinn minn í AA-samtökunum dró mig á stað þar sem ég finn fyrir miklum æðri mætti, en á þessum tíma þá fannst mér þetta mjög fáránlegt lið […] En það var eitthvað við þennan stað, tónlistina og einlægnina þarna inni. Ég náttúrulega elska að syngja og það var ótrúlega fallegt að heyra falleg lög um æðri mátt þarna inni,“ segir hún.

„Svo manaði sponsorinn mig í að láta biðja fyrir mér og ég gerði það. Maður kom og bað fyrir mér og var með geðveikt kröftuga bæn og setti höndina á ennið mitt. Og svo eftir smá stund, þegar hann var búinn að biðja fyrir mér á fullu, bara tala tungum og eitthvað, karlinn var í bullandi stuði, þá fann ég allt í einu svona hönd hér, á kviðnum […] mér brá svo að finna hendi þannig ég opnaði augun og leit niður og það var engin hönd þarna. Mér brá svo við það að ég féll í yfirlið í fyrsta sinn á ævinni. Og það kom yfir mig hreinasti kærleikur sem ég hafði á ævi minni fundið fyrir. Fullkominn friður, fullkomin lækning, fullkomið heilbrigði. Ég veit ekki hvað þetta var en þetta var fullkomin ást, þetta var einhver andi, ég get ekki útskýrt þetta. Kannski er ég bara geðveik, örugglega líka, ég veit það ekki,“ segir Dagbjört og brosir.

Dagbjört Rúriks er gestur vikunnar í Fókus.

„Ég fann að það var eitthvað æðri en ég til. Ekki gæi í hvítum slopp heldur eitthvað sem sést ekki, einhver fallegur kærleiki sem er þarna til að hjálpa okkur, innra með okkur. Síðan þá er ég algjörlega viss um að Guð sé til og get ekki hætt að tala um það. Því það er svo mikil hjálp í því að vita það.“

Dagbjört segir að trúin hafi hjálpað henni að halda sér edrú. „Mig langar hvorki að drekka né neyta fíkniefna, eða neitt af þessu rugli. Ég þarf ekki að deyfa mig því hann er með mér, þessi æðri máttur sem ég elska svo mikið.“

Fyrir þetta atvik var Dagbjört ekkert sérstaklega trúuð. Hún varð skírð og fermdist og fór með Faðir vorið eftir hryllingsmyndir svo hún gæti sofnað. „En meira var það ekki, ég trúði ekki í alvörunni.“

Hún lýsir þessu betur í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti Fókuss sem má horfa á í heild sinni hér.

Fylgstu með Dagbjörtu á Instagram og TikTok. Þú getur hlustað á tónlistina hennar á Spotify og YouTube, smelltu hér til að hlusta á nýjustu smáskífuna hennar, Týnd á leiðinni heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Varpar fram sprengju – Átti í ástarsambandi með eldri meðleikara

Varpar fram sprengju – Átti í ástarsambandi með eldri meðleikara
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tengdarfaðir minn er að gera lífið mitt óbærilega óþægilegt með stöðugum viðreynslum

Tengdarfaðir minn er að gera lífið mitt óbærilega óþægilegt með stöðugum viðreynslum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Barnastjarnan týndi sjálfri sér í krúnuleikunum – „Það er erfitt að tala um þetta“

Barnastjarnan týndi sjálfri sér í krúnuleikunum – „Það er erfitt að tala um þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Farþegar fengu bætur eftir dólgslæti Æði-drengjanna um borð

Farþegar fengu bætur eftir dólgslæti Æði-drengjanna um borð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skelfileg örlög heimsþekktra klámstjarna – Fangelsi, sjálfsvíg og morðhótanir

Skelfileg örlög heimsþekktra klámstjarna – Fangelsi, sjálfsvíg og morðhótanir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fjöldi sæta voru auð á tónleikum Taylor Swift – Ástæðan var frekar ógeðsleg

Fjöldi sæta voru auð á tónleikum Taylor Swift – Ástæðan var frekar ógeðsleg
Hide picture