fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Fókus

Vinsæl poppstjarna nær óþekkjanleg – Virðist lifa rólegu lífi í New York

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 10:29

Myndir/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Lorde, sem heitir réttu nafni Ella Marija Lani Yelich-O’Connor, virðist lifa rólegu og venjulegu lífi í New York. Hún hefur haldið sig að mestu frá sviðsljósinu síðan hún gaf síðast út plötu.

Aðdáendur hennar hafa alltaf þurft að bíða lengi eftir nýju efni frá henni. Hún gaf fyrst út plötuna Pure Heroine árið 2013, síðan Melodrama árið 2017 og síðast Solar Power árið 2021.

Lorde. Mynd/Getty

Lorde skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún var sextán ára og gaf út fyrstu smáskífuna sína, The Love Club, árið 2012 og lagið „Royals“ gerði allt vitlaust.

Nýjar myndir af henni á götum New York hafa vakið athygli en aðdáendum þykir hún nær óþekkjanleg.

„Hún er eins og hver önnur manneskja í New York,“ sagði einn.

„Ég myndi ganga framhjá henni án þess að vita nokkuð,“ sagði annar.

Þetta er er ekki í fyrsta skipti sem myndir af henni lifa mjög venjulegu lífi hafa farið í dreifingu. Í október var hún mynduð í neðanjarðarlest. Aðdáandi tók eftir henni og bað hana um mynd, sem hún virtist hafa verið mjög hress með.

Myndir/Twitter

Í september opnaði söngkonan sig á Instagram og sagðist vera að ganga í gegnum erfitt tímabil. „Ég er öðruvísi, en samt eins. Mér er alltaf illt, ég gleymi af hverju og man það síðan,“ sagði hún.

Aðdáendur töldu þetta benda til þess að hún og kærasti hennar, tónlistarframleiðandinn Justin Warren, væru hætt saman.

Þau fóru mjög leynt með samband sitt og eru talin hafa byrjað saman árið 2015 eða 2016. Hann er sautján árum eldri en hún. Hann er 44 ára og Lorde 27 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um ofbeldi í fyrri samböndum – „Ég vil þetta ekki lengur“

Opnar sig um ofbeldi í fyrri samböndum – „Ég vil þetta ekki lengur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar upplýsingar um heilsuástand Katrínar eftir að Vilhjálmur þurfti skyndilega að aflýsa komu sinni á viðburð

Nýjar upplýsingar um heilsuástand Katrínar eftir að Vilhjálmur þurfti skyndilega að aflýsa komu sinni á viðburð