fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Hvetur til þess að hætt verði að neyða börn til að knúsa og kyssa

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfa Jóhannsdóttir forvarnarfulltrúi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ritaði grein sem birt var fyrr í dag á Vísi. Í greininni veitir hún ráð um forvarnir gegn ofbeldi í garð barna og segir meðal annars að varast skuli að neyða þau til að kyssa og knúsa fólk. Góð byrjun sé hins vegar að vera ekki feimin við að ræða ofbeldi:

„Að ræða ofbeldi við fjölskyldumeðlimi og önnur getur einnig haft fælingarmátt á mögulega gerendur og getur verið góð forvörn. Gott er að ræða við börnin okkar um hvað er í lagi og hvað ekki. Notum tækifærið yfir hátíðarnar og venjum okkur af því að neyða börn til að knúsa og kyssa fólk, kennum þeim frekar að þau hafi fullan rétt á að segja nei og veifa bless, ef þau vilja það frekar. Aldur barnsins skiptir engu máli, fimm ára barn á fullan rétt á að segja nei rétt eins og sextán ára.“

Alfa segir að börn þurfi oft margar tilraunir til að segja frá ofbeldi og þess vegna þurfi að hlusta á þau og styðja:

„Sum börn eiga engan mikilvægan að sem hlúir að þeim, gætir þeirra og hlustar. Tökum það að okkur og verum öruggt athvarf, þangað sem þau geta leitað ef þau upplifa ótta eða vanlíðan. Ef barn segir okkur að á því hafi verið brotið, þá hlustum við og hrósum þeim fyrir hugrekkið. Við gætum okkur að því að spyrja ekki leiðandi spurninga og segjum þeim að við ætlum að hjálpa þeim.“

Hún segir að barn sem verði fyrir ofbeldi geti upplifað flóknar tilfinningar og gerandinn geti jafnvel verið einhver sem barnið elski mikið og vilji ekki koma í vandræði. Viðbrögð þeirra sem barnið segi frá ofbeldinu geti gert það að verkum að viðkomandi barn finni til öryggis í fyrsta sinn í langan tíma:

„Ekki vera hrædd um að gera mistök, það sem skiptir mestu máli er að hlusta og trúa orðunum þeirra. Við tökum ábyrgðina af herðum barnanna og verndum þau af öllum okkar mætti.“

Grein Ölfu má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli