fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Fókus

Fór á 446 stefnumót á tveimur árum – Svona rambaði hún loksins á einn álitlegan

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. nóvember 2023 20:30

Mynd: Unsplash

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrítug kona segist hafa farið á 164 fyrsta stefnumót á tveimur árum og á því síðasta loksins fundið manninn sem henni leist nógu vel á til að giftast. Á Reddit deildi konan undir nafnleynd helstu ráðum sínum um hvernig megi finna hina einu sönnu ást.

Hún ráðlagði fólki að líta á  netstefnumót „eins og vinnu“ og segist hún hafa lagt sig 150% fram í vinnuna. Einnig sagðist hún hafa haldið utan um stefnumótin í excelskjali.

Konan sagðist hafa eytt árunum frá tvítugsaldri í tvö langtímasambönd. Eftir að slitnaði upp úr seinna sambandinu byrjaði hún að nota stefnumótaöpp til að leita að næstu ást í lífi sínu.

„Ég lagði mig 150 prósent fram og leit á þetta eins og vinnu. Þetta var tveggja ára hringiða ástar, losta, vonbrigða, vonar, gremju, óöryggis, sjálfstrausts og almennrar þreytu. Sem betur fer varð meira úr stefnumóti 164 og sá maður varð að lokum eiginmaður minn.“

„Ábendingar um fyrsta stefnumót: Spurðu spurninga. Ekki festast í því að senda skilaboð fram og til baka að eilífu. Bónus stig ef þú getur svarað skilaboðum með því að leggja til stefnumót. Dæmi: „Hjómar áhugavert (svar við skilaboðum frá hinum aðilanum).  Þú ert kannski til í að segja mér meira frá því yfir drykk í vikunni?“

„Á stefnumótinu sjálfu skaltu spyrja spurninga. Þú myndir ekki trúa því hversu margir karlmenn hafa núll áhuga á að vita eitthvað um þitt líf. Vertu meðvituð/aður um líkamstjáningu þína. Brostu, hallaðu þér fram, tjáðu þig á meðan hinn einstaklingurinn er að tala til að sýna að þú ert að hlusta. Hafðu fyrsta stefnumótið stutt! Kvöldverðir eru of mikil skuldbinding. Drykkur, ganga, lautarferð, viðburður.“

Forðist að verða pennavinir

Hún leggur einnig til að ræða bæði skemmtileg og dýpri málefni á fyrsta stefnumótinu. Síðasta ráðið hennar á fyrsta stefnumóti er að vera heiðarlegur um hvernig þér líður gagnvart hinum einstaklingum, muna að hrósa og ef áhugi ákveða annað stefnumót. 

Hún mælir með að einstaklingar sem nota stefnumótaforrit hittist sem fyrst og forðist að samskiptin verði að pennavinum.

Konan fékk fjölda athugasemda og spurninga, hún var meðal annars spurð um versta fyrsta stefnumótið hennar, stefnumótið með þeim sem varð að eiginmanni hennar og tölfræðina um öll stefnumótin. 

„Venjulega finnur þú innan nokkurra mínútna frá því að þú hittir einhvern hvort það er einhver tenging á milli ykkar. Bara stutt samskipti segja meira um orku karlmanna og hvernig þeir bera sig en hundruð textaskilaboða. Því miður þýðir það samt það ekki að þú getir bara staðið upp um leið og farið ef þessi tenging er ekki til staðar. Einu sinni samþykkti ég að borða á fyrsta stefnumóti, sem var ólíkt mér, venjulega myndi ég fara í drykk eða hittast í garði þar sem þú getur verið hraðar inn og út. Ég reyndi að spyrja hann spurninga til að koma samtalinu af stað og hann virkaði of klár og of fágaður fyrir hvaða umræðuefni sem ég bryddaði upp á,“ segir hún um versta stefnumótiðþ

„Athugið að þessi maður spurði mig ekki einnar spurningar um sjálfa mig. Þjónustan var hæg, svo við sátum þarna saman í tvo og hálfan tíma, sem var mjög vandræðalegt. Ég gat ekki beðið eftir að komast þaðan. Þegar hann sagðist vilja sjá eftirréttamatseðilinn í lokin. Þá var ég alveg að deyja innan í mér.“

Um stefnumótið með þeim síðasta, sem nú er eiginmaður hennar, sagðist hún hafa vitað strax að þar væri ástin í lífi hennar mætt. „Ég fékk fiðrildi í magann á fyrsta stefnumótinu okkar,“ sagði hún en þau ákváðu annað og þriðja stefnumótið eftir að hafa hist í fyrsta sinn.

Aðspurð svaraði konan því að eiginmaður hennar vissi af fjölda stefnumóta hennar árin tvö a undan honum og væri alveg sama um það.

Stefnumótin alls 446

Margir vildu vita tölfræðina um stefnumótin 164. 

Konan svaraði að 107 þeirra eða 65 prósent hefðu viljað hitta hana aftur. „Ég fór á annað stefnumót með 50 (30%), þriðja stefnumót með 34 (21%) og 4+ stefnumót með 24 (15% af þeim). Ég fór á 446 stefnumót alls þar til ég hitti eiginmanninn minn. Ég kyssti 48 af strákunum.“ Af öllum þessum stefnumótum sagðist hún hafa farið sérstaklega spennt eða vongóð á 49 stefnumót (30%). Hún tók einnig fram að sunnudagur hafi verið algengasti dagurinn hennar til að fara á stefnumót, og einn þeirra fór hún á fjögur stefnumót sama daginn. Mesti fjöldi stefnumóta sem hún fór á í einum mánuði voru 22.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu