fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Fókus

Airbnb leigusalinn breyttist í skrímsli þegar hún komst að því að hún hefði getað rukkað miklu hærra gjald

Fókus
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 20:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ariel Steward er mikill aðdáandi tónlistarkonunnar Taylor Swift og var ein af þeim heppnu sem tókst að fá miða á tónleika sem Taylor verður með í New Orleans á næsta ári. Ariel býr reyndar ekki í borginni en lét það ekki stoppa sig og fann sér gistingu, líkt og margir gera, í gegnum Airbnb.

Hún fór að öllu réttu, valdi daganna sem hún ætlaði að dvelja, borgað uppsett verð og því átti allt að vera klappað og klárt. Henni varð það þó á að minnast á það, þegar hún hafði fengið staðfestingu senda frá leigusalanum, að nefna að hún væri að kaupa þessa gistingu til að fara á tónleika með átrúnaðargoðinu.

Leigusalinn hafði greinilega ekki áttað sig á því að tónleikar væru fyrirhugaðir, því hún sendi Ariel í beinu framhaldi póst þar sem hún nefndi að einhver mistök hefðu átt sér stað, gistingin hefði í raun átt að vera dýrari. Því þyrfti leigusalinn að rukka viðbótargjald. Ariel hváði og spurði hvað heildargjaldið með þessari viðbót yrði þá mikið. Svarið var 350 þúsund auk skatta og gjalda, fyrir gistingu í tvær nætur.

Þetta var þrefalt það sem Ariel hafði borgað.

Afþakkaði og leigusalinn varð brjálaður

Leigusalinn reyndi að bjóða henni gistingu í öðrum eignum á hennar vegum, en þær íbúðir voru mun lengra frá tónleikastaðnum heldur en gistingin sem Ariel hafði keypt. Ariel skrifaði því til baka:

„Mér þykir það leitt en bókunin mín verður óbreytt því ég veit að hinar staðsetningarnar eru lengra í burtu og ég vil ekki vera of langt frá Superdome [tónleikastaðurinn]. Ég afþakka líka að gjaldið sé hækkað og afþakka að bókunin mín sé færð yfir í aðra eign. Eftir að hafa rætt við Airbnb, þá getur þú sjálf ákveðið að afbóka mig, en Airbnb mun þá sekta þig og koma í veg fyrir að aðrir geti bókað gistingu þarna á þessum tilteknu dögum.“

Við þetta varð leigusalinn alveg brjáluð. Hún sagði það Airbnb að kenna að hafa sjálfkrafa skráð inn tiltekin verð og samþykkt bókunina. Hún sagði framgöngu Ariel jafnast á við þjófnað og með því að neita að afbóka gistinguna væri Ariel að hóta leigusalanum. Hótanir gerðu leigusalanum kleift að afbóka gistingu án þess að vera beitt viðurlögum.

Ariel hafði þó þegar rætt við starfsmenn Airbnb og þar verið hvött til að standa föst á sínu.

Áfram hélt leigusalinn að reyna að þvinga Ariel til að afbóka sig, enda ljóst að Taylor Swift tónleikar þýddu að leigusalinn gæti fengið gífurlegar fjárhæðir fyrir gistingu á þessum tilteknu dögum. Leigusalinn gekk svo langt að hóta því að Ariel yrði ekki hleypt inn í íbúðina á bókuðu dögunum, því fyrr sem Ariel myndi átta sig á stöðunni, því fyrr gæti hún fundið sér aðra gistingu. Eins hótaði leigusalinn að setja sig í samband við vinnuveitendur Ariel til að segja þeim hvaða mann hún hefði að geyma.

Það sem leigusalinn reiknaði þó ekki með er að aðdáendur Taylor Swift eru öflugt teymi. Ariel deildi samskiptum sínum við leigusalann á TikTok og þá fóru hjólin að snúast.

Aðdáendur fundu út hvað leigusalinn heitir, hvar hún vinnur, hverjum hún er gift, og hvaða fasteignir hún er að leigja út. Leigusalinn hefur nú falið eignir sínar á Airbnb og má reikna með að hún eigi nú í mestu vandræðum að verjast ágangi reiðra Taylor Swift aðdáenda. Leigusalinn hefur nú ítrekað freistað þess að skrá íbúðina aftur inn á síðu Airbnb undir nýjum formerkjum, en ekki orðið kápan úr því klæðinu enn sem komið er. Hún hefur prófað að breyta nafni gistingarinnar, eigin nafni, myndinni af sér, og jafnvel fengið mann sinn til að skrá sig sem leigusala. Allt kom fyrir ekki því netverjar eru komnir á vaktina og ætla ekki að leyfa leigusalanum að komast upp með þessa framkomu.

@arielnicolestewart Replying to @lenaeldridge_ scratched the other update as my employer was visable since she’s threatening to tell my employer “im dishonest” idk how because i have only posted screen shots of things via airbnb messaging #taylorswift #taylorsversion #taylornation #neworleans #fyp #viral #foryou #1989 #pov #awareness #tstheerastour ♬ original sound – Ariel Stewart

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu