NFL-stjarnan Tom Brady og raunveruleikastjarnan Kim Kardashian mættu á fjáröflunarviðburð í Atlantic City í gær. Rapparinn Jay-Z stóð fyrir viðburðinum og rann allur ágóði til Reform Alliance.
Gestalistinn var stjörnum prýddur enda verðmiðinn kostaði sitt, um sjö til fjórtán milljónir krónur á haus.
Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að Kim Kardashian, 42 ára, og Tom Brady, 46 ára, hafi farið í vinalegt uppboðsstríð og daðrað verulega á meðan. Þau enduðu bæði með að bjóða 280 milljónir í sama málverkið og var ákveðið að NFL-leikmaðurinn myndi fá verkið en að listamaðurinn myndi gera annað handa raunveruleikastjörnunni.
TMZ ræddi við vitni, sem var á staðnum, sem sagði að þau hafi fylgst vel með hvort öðru, flissað og almennt notið athyglinnar frá hvort öðru.
Fleiri stjörnur mættu á viðburðinn, meðal annars leikarinn Matthew McConaughey, Jack Harlow, Alex Rodriguez og Tiffany Haddish.
Tom Brady hefur verið að slá sér upp með fyrirsætunni Irinu Shayk síðan í sumar. Hann skildi við ofurfyrirsætuna Gisele Bündchen í október 2022 eftir rúmlega tíu ára samband.
Sjá einnig: Ástarþríhyrningur aldarinnar – Ber að ofan með fyrrverandi og tveggja daga hótelfjör með NFL-goðsögninni
Kim Kardashian hefur verið einhleyp síðan hún hætti með grínistanum Pete Davidson í ágúst 2022.