fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fókus

Ástarþríhyrningur aldarinnar – Ber að ofan með fyrrverandi og tveggja daga hótelfjör með NFL-goðsögninni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 15. september 2023 09:59

Tom Brady, Irina Shayk, Bradley Cooper.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það mætti segja að fyrirsætan Irina Shayk, leikarinn Bradley Cooper og NFL-goðsögnin Tom Brady myndi fallegasta ástarþríhyrning aldarinnar.

Irina og Bradley hættu saman árið 2019 eftir fjögurra ára samband. Þau eiga sex ára gamla dóttur.

Þau hafa reglulega komist í fréttirnar í gegnum árin fyrir að verja tíma saman, þrátt fyrir að vera ekki lengur par. Það hefur sést til þeirra halda utan um hvort annað í göngutúrum um stórborgir, þau hafa farið í ferðalög saman og ávallt talað mjög fallega um hvort annað opinberlega.

Ný ást

Í sumar fór ástin að blómstra milli Irinu og NFL-stjörnunnar Tom Brady. Tom og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen skildu í október 2022 eftir að hafa verið saman í rúmlega áratug, þau eiga saman þrjú börn.

Í júlí sást til Irinu og Tom í ástríðufullu kossaflensi og hafa þau varið miklum tíma saman síðan þá.

Hins vegar hefur Irina einnig varið miklum tíma með sínum fyrrverandi. Í lok ágúst fóru Irina og Bradley saman á ströndina og birti hún myndir frá deginum, sem vöktu gríðarlega athygli, sérstaklega þar sem þau voru bæði ber að ofan á myndunum.

Myndin sem hún birti af Bradley.
Mynd/Instagram

Viku áður höfðu slúðurmiðlar vestanhafs greint frá því að Irina og Tom Brady höfðu eytt 48 klukkustundum saman á hóteli og varla stigið fæti út fyrir herbergið.

Irina og Bradley fóru síðan saman til Ítalíu í fjölskyldufrí, en fyrir nokkrum dögum sást hún fara heim til NFL-stjörnunnar.

Afbrýðisamur eða stuðningsríkur?

Heimildarmaður Page Six segir að þegar kemur að því að velja á milli Tom og Bradley vonist fyrirsætan til þess að enda með barnsföður sínum, þar sem mörg ár hafi farið í það samband og þau eiga dóttur saman.

Hins vegar er hún að skemmta sér með Tom og segir heimildamaður Page Six að leikarinn sé farinn að vera afbrýðisamur út í samband þeirra, en annar heimildamaður segir að hann sé hamingjusamur fyrir hennar hönd.

„Það er svo langt síðan þau voru saman. Þau deila uppeldinu saman og ekkert meira. Þau eru bestu vinir og þau eru hamingjusöm. Bradley fílar Tom og sýnir sambandi þeirra ekkert nema stuðning,“ sagði heimildamaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Michael Gambon látinn

Michael Gambon látinn