fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Hulda og Þorsteinn gefa út Þriðju vaktina – ,,Ég hef tuðað, beðið, gert þrifaplan“

Fókus
Þriðjudaginn 17. október 2023 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég hef tuðað, beðið, gert þrifaplan, boðið honum að gera þrifaplan, boðið honum að við gerum saman eitthvað plan. Ég sótti app í símana okkar til þess að merkja við, en ég var ein í því að merkja við. Bókstaflega það eina sem maki minn gerði í appinu var að bæta við að við ættum að stunda kynlíf einu sinni í viku. Við fórum til pararáðgjafa en ekkert lagast.” 

Þetta er ein af tæplega 300 frásögnum sem bárust fyrir bókina Þriðja vaktin – Jafnréttishandbók heimilisins eftir Huldu Tölgyes sálfræðing og Þorstein V. Einarsson kynjafræðing og umsjónarmanns Karlmennskunnar.

Stútfullt af heimildum

Hjónin Hulda Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson hafa verið áberandi í umræðu um verkaskiptingu á heimilum eða þriðju vaktina. Nú eru þau að leggja lokahönd á bók um efnið sem kemur út fyrir jól. „Við fundum að við urðum að miðla öllu sem við höfum viðað okkur á síðustu árum og lögðumst í enn frekari rannsóknarvinnu. Það nefnilega skortir ekkert af rannsóknum um verkaskiptingu en þekkingin en kannski ekki sérlega aðgengileg á bakvið akademíska múra.” Þorsteinn bætir við að þótt bókin sé full af heimildum verði hún aðgengileg öllum. „Við setjum helstu rannsóknir í samhengi við frásagnir fólks og reynum að hafa þetta kjarnyrt, snarpt og fyrst og fremst hagnýtt svo fólk geti nýtt þekkinguna.“

Vanmetinn vandi

Telja hjónin að misskipting heimilis- og umönnunarstarfa sé vanmetinn og dulinn vandi. „Við, karlar, tökum þessa ábyrgð almennt ekki til okkar og virðumst vera nokkuð góðir í að koma okkur undan ábyrgð með allskonar misgóðum afsökunum.“ Hulda bendir á að þær afskanir gildi sjaldnast fyrir konur „Rannsóknir hafa sýnt að konur sem eru með hærri laun en karlkyns maki sinnir samt meiri heimilisstörfum. Afsökun karla að vera fyrirvinna og þess vegna geri þeirr minna á heimilinu, gildir semsagt ekki fyrir konur.“ Í bókinni rekja þau afleiðingar misskiptingarinnar sem þau segja að sé alvarlegur og víðfemur.

Forpöntun eftir vel heppnaða hópsöfnun

Söfnuðu hjónin fyrir útgáfunni með hópfjármögnun á innan við viku. Handrit bókarinnar er á lokastigum og fer bókin í prentun á næstu vikum. Hafa þau sett af stað forpöntunarsölu á thridja.is þar sem hægt er að tryggja sér eintak. „Þar sem við erum að gefa þetta út sjálf þá munum við prenta takmarkað upplag en lofum öllum sem panta fyrir lok október að þau munu fá eintak.” Nánar er hægt að lesa um bókina á thridja.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram