fbpx
Laugardagur 25.mars 2023
Fókus

Nefnir bestu og verstu bíósali landsins

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 30. janúar 2023 20:00

Heimir segir AXL salinn í Laugarásbíó vera þann besta. Mynd/Kvikmyndir.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndagerðarmaðurinn Heimir Bjarnason nefnir bestu og verstu bíósali landsins.

Það er ýmislegt sem spilar inn í þegar tekið er ákvörðun um ágæti bíósals. „Upplifunin snýst vissulega ekki aðeins um stærð tjaldsins heldur almenn gæði og þægindi salarins,“ segir hann í grein á Kvikmyndir.is.

„Kvikmyndahús á Íslandi eru með þeim betri í heiminum. Undanfarin ár hafa miklar breytingar átt sér stað. Það virðist sem samkeppnin milli kvikmyndahúsanna sé ekki lengur um úrval kvikmynda í sýningu heldur aðstöðuna sjálfa. Hver býður upp á bestu upplifunina?“

Besti bíósalurinn á landinu að mati Heimis er AXL salurinn í Laugarásbíó.

„Egilshöll og Smárabíó eru óneitanlega frábær bíó. AXL salurinn í Laugarásbíó hefur samt allt sem ég vil. Stóra tjaldið sem umvefur mann. Hljóðið sem hristir mann til. Dolby Atmos intró-ið er jafn skemmtilegt í hvert einasta skipti. Að mínu mati er AXL sá allra besti en mér finnst frábært að öll bíóin séu í samkeppni um að vera best. Það er win-win fyrir okkur áhorfendur,“ segir hann.

Næstbesti er MAX salurinn í Smárabíó og í þriðja sæti var salur 1 í Sambíóunum Egilshöll.

Í neðsta sæti á lista Heimis er salur 3 í Háskólabíó.

„Þrátt fyrir titilinn „verstu og bestu salirnir“ þá tek ég fram að mér finnst enginn salur á Íslandi slæmur. Þeir eru bara misgóðir. Ég hef til dæmis kemmt mér konunglega í þessum sal, en þetta er fyrirlestrasalur, ekki bíósalur. Því miður. Tjaldið sem kemur rúllandi niður minnir mig á glærukynningar í grunnskóla,“ segir hann.

Lista Heimis í heild sinni má skoða á Kvikmyndir.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þakti heimili sitt með eigin kroti

Þakti heimili sitt með eigin kroti
Fókus
Í gær

Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð

Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mugison í frasaleit – Fjölmargir komu til bjargar

Mugison í frasaleit – Fjölmargir komu til bjargar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingvar færði Píeta gjöf við opnun einkasýningar sinnar

Ingvar færði Píeta gjöf við opnun einkasýningar sinnar
FókusMatur
Fyrir 3 dögum

Harissa chilli-maukið kynnt til leiks í eins árs afmæli Mabrúka

Harissa chilli-maukið kynnt til leiks í eins árs afmæli Mabrúka
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Kolféllum fyrir útsýninu hér“

„Kolféllum fyrir útsýninu hér“