fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fókus

Lisa Marie Presley sögð hafa verið í öfgafullri megrun fyrir andlátið

Fókus
Mánudaginn 30. janúar 2023 17:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lisa Marie Presley var í öfgafullri megrun mánuðina fyrir andlát hennar því hún vildi líta eins vel út og hún gæti til að fagna kvikmyndinni Elvis á þeim fjölmörgu verðlaunahátíðum sem voru væntanlegar. Þetta hefur miðillinn TMZ eftir heimildarmanni úr fjölskyldi Lisu.

Tveimur mánuðum fyrir Golden Globe verðlaunahátíðina fór Lisa Marie í lýtaaðgerð og fór að taka inn megrunarlyf. Samkvæmt heimildum TMZ missti hún á bilinu 20-25 kg á sex vikum fyrir hátíðina.

Heimildir TMZ herma einnig að Lisa Marie hafi verið farin að taka inn ópíóða aftur – sem var fíkn sem hún hafði glímt við árum saman.

Lisa lét lífið eftir að hún fór í hjartastopp á heimili sínu þann 12. janúar, aðeins tveimur dögum eftir Golden Globe-hátíðina.

Dánarorsök hefur ekki verið opinberuð en beðið er eftir eiturefnaskýrslu sem gæti tekið einhverja mánuði að vinna.

Fjölskyldudeilur eru nú hafnar innan fjölskyldu Lisu en móðir hennar, Priscilla Presley, hefur lagt fram skjöl fyrir dómstóla þar sem því er haldið fram að breytingar sem Lisa Marie gerði á sjóð í hennar nafni árið 2016 hafi verið gerðar með sviksamlegum hætti. Breytingarnar fólust í sér að Lisa útnefndi börn sín, Riley Keough og Benjamin Keough sem meðstjórnendur sjóðsins, en áður hafði Priscilla gegnt þeirri stöðu. Benjamin er nú látinn svo sjóðurinn ætti samkvæmt þessari breytingu að renna í hendur Riley einnar.

Priscilla segir að breytingin sé grunsamleg þar sem þar sé nafn Priscillu misritað og auk þess hafi henni aldrei verið kynntar þessar breytingar á meðan Lisa Marie var á lífi, en slíkt sé skylda að gera samkvæmt skilmálum sjóðsins.

Eins sé undirskrift Lisu Marie ekki í samræmi við venjulega undirritun hennar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Mugison í frasaleit – Fjölmargir komu til bjargar

Mugison í frasaleit – Fjölmargir komu til bjargar
Fókus
Í gær

Ingvar færði Píeta gjöf við opnun einkasýningar sinnar

Ingvar færði Píeta gjöf við opnun einkasýningar sinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarna bráðkvödd aðeins 30 ára – Fékk fyrsta mígreniskastið fyrir nokkrum mánuðum

TikTok-stjarna bráðkvödd aðeins 30 ára – Fékk fyrsta mígreniskastið fyrir nokkrum mánuðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nick Cannon segir að Mariah Carey sé „ekki mennsk“

Nick Cannon segir að Mariah Carey sé „ekki mennsk“
FókusMatur
Fyrir 2 dögum

Harissa chilli-maukið kynnt til leiks í eins árs afmæli Mabrúka

Harissa chilli-maukið kynnt til leiks í eins árs afmæli Mabrúka
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kolféllum fyrir útsýninu hér“

„Kolféllum fyrir útsýninu hér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðvörun breskrar fjölmiðlakonu um Bláa lónið vekur athygli milljóna

Aðvörun breskrar fjölmiðlakonu um Bláa lónið vekur athygli milljóna
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég fékk krabbamein og hummaði fram af mér einkennin“

„Ég fékk krabbamein og hummaði fram af mér einkennin“