fbpx
Mánudagur 27.mars 2023
Fókus

Komst að leyndarmáli um mág sinn og forðast nú hann eins og heitan eldinn

Fókus
Föstudaginn 27. janúar 2023 20:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mágur minn er á stefnumótaforriti og ég veit ekki hvað ég á að gera.“

Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun.

Systir hennar og eiginmaður hennar hafa verið saman í nítján ár og eiga saman tvo syni, fimmtán ára og átján ára.

„Ég er 41 árs og hætti með kærastanum mínum fyrir ári síðan. Mér fannst ég loksins tilbúin að fara á stefnumót aftur og byrjaði á stefnumótaforriti. Ég var að skoða það þegar ein mynd sló mig alveg út af laginu. Þetta var mágur minn,“ segir konan.

„Ég tók skjáskot og fór að tala við hann næsta dag. Hann varð náfölur þegar ég spurði hann út í þetta og hann sagði að systir mín mætti aldrei frétta að þessu en að hann hefði „mjög góðar ástæður“ fyrir þessu. Ég er ekki viss um að systir mín myndi vera sammála og ég veit hún myndi missa vitið.“

Nú forðast konan mág sinn eins og heitan eldinn. „Ég vil ekki vera nálægt honum og er alltaf að koma mér hjá því að mæta til þeirra í hádegismat á sunnudögum. Mér finnst hann óþægilegur,“ segir hún og bætir við að systir hennar er 46 ára og mágur hennar er 49 ára.

„Þau eru alltaf að gera eitthvað saman og eiga skemmtilegt félagslíf. Af hverju myndi hann vilja halda framhjá? Mig langar að segja systur minni en þetta eru erfiðar aðstæður. Hún á það til að detta í þunglyndi og ég vil ekki gera hlutina erfiðari fyrir hana, en hún hlýtur að verðskulda að vita hversu mikil rotta hann raunverulega er?“

Deidre svarar og gefur konunni ráð:

„Já, hún á það skilið og það gæti vel verið að hún viti það nú þegar. Það er ýmislegt sem gengur á í samböndum sem utanaðkomandi aðilar hafa ekki hugmynd um. En ef þú segir henni frá þessu þá gæti hún komist í mikið uppnám og jafnvel orðið reið út í þig,“ segir hún og hvetur konuna til að tala aftur við mág sinn.

„Segðu honum að hann ætti að panta tíma fyrir þau í sambandsráðgjöf frekar en að setja hjónaband sitt í hættu. Það gæti verið nóg til að fá hann til að hugsa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Að baki brosinu – Hvað vitum við um eiginkonu einræðisherra Norður-Kóreu, Ri Sol-ju?

Að baki brosinu – Hvað vitum við um eiginkonu einræðisherra Norður-Kóreu, Ri Sol-ju?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gátan um Cindy sem var ofsótt af eltihrelli í sjö ár og dó hræðilegum dauðdaga – En hvað var satt og hverju var logið?

Gátan um Cindy sem var ofsótt af eltihrelli í sjö ár og dó hræðilegum dauðdaga – En hvað var satt og hverju var logið?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gwyneth Paltrow fyrir dóm vegna skíðaslyss – Dómari neitaði óvenjulegri beiðni og lögmaður biðst afsökunar á því að vera rasshaus

Gwyneth Paltrow fyrir dóm vegna skíðaslyss – Dómari neitaði óvenjulegri beiðni og lögmaður biðst afsökunar á því að vera rasshaus
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hljómsveitin er í raun saumaklúbbur sem vatt upp á sig“

„Hljómsveitin er í raun saumaklúbbur sem vatt upp á sig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð

Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kósí stemning við Kvíslartungu

Kósí stemning við Kvíslartungu